Innlent

Ætlaði að koma pabba á óvart á afmælisdaginn

Snemma síðastliðinn laugardagsmorgun bárust lögreglunni nokkrar tilkynningar um unga telpu sem væri á gangi með sparibauk undir hendinni við eina aðal umferðargötuna í Garðabæ. Lögreglumaður á vakt fór að leita af stúlkunni en fann hana ekki fyrr en hann ákvað að líta inn í verslun Hagkaups sem er í næsta nágrenni.

Þar fann lögreglumaðurinn stúlkuna þar sem hún beið róleg í röð á afgreiðslukassa með sparibaukinn undir annari hendinni og hálsbindi í hinni. Þegar kom að stúlkunni rétti hún afgreiðslukonunni bindið og sparibaukinn. Lögreglumaðurinn fór þá og spjallaði við stúlkuna og sagði hún honum að hún væri að kaupa afmælisgjöf handa pabba sínum sem ætti afmæli.

Þegar farið var að telja upp úr bauknum hinsvegar í ljós að bindið var of dýrt og spurði því lögreglumaðurinn hvort þau ættu ekki að finna ódýrara bindi. Stelpan var til í það en ekki dugði sparifé þeirrar litlu heldur í þetta skiptið þannig að lögreglumaðurinn borgaði sjálfur það sem upp á vantaði, um 1.100kr.

Svo ók lögreglumaðurinn stúlkunni til síns heima þar sem glöð móðirin tók á móti stúlkunni en afmælisbarnið var enn sofandi.











Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×