Innlent

Einn fluttur á slysadeild eftir harðan árekstur

Harður árekstur varð á á sjöunda tímanum í morgun þegar fólksbíl var ekið á miklum hraða austur Miklubraut og hafnaði á kyrrstæðun bíl til móts við Rauðarárstíg. Kyrrstæða bifreiðin valt og lenti á öðrum bíl sem hafnaði á steintröppum raðhúss. Farþegi í bílnum var fluttur á slysadeild og er talinn fótbrotinn samkvæmt upplýsingum lögreglu.

Karlmaður á þrítugsaldri er talinn vera ökumaður bifreiðarinnar og er grunaður um ölvun við akstur. Hann er nú í vörslu lögreglu og verður yfirheyrður þegar ástand hans leyfir. Bifreið hans er mjög mikið skemmd en ekki er talið að skemmdir hafi orðið á raðhúsinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×