Innlent

Hátíðarhöld í tilefni sjómannadagsins

Sjómanndagurinn er runninn upp í 72. sinn en dagurinn var fyrst haldinn hátíðlegur árið 1938. Hátíðarhöld eru í flestum ef ekki öllum sjávarþorpum og -bæjum á Íslandi þennan dag.

Á hjúkrunar- og dvalarheimilinu Hrafnistu í Reykjavík verður til að mynda handverkssýning, þá mun drengjakór Hafnarfjarðar syngja fyrir gamla fólkið og þá verður boðið upp á randalínu, flatkökur með hangikjöti og annað íslenskt góðgæti.

Þá hefur sú hefð skapast víða að gleðskapur í tilefni Sjómannadagsins standi yfir alla helgina en ekki aðeins á sunnudeginum eins og áður tíðkaðist. Mikill fjöldi fólks var til að mynda saman komin í Grindavík í gær þar sem skemmtunin Sjóarinn síkáti fór fram.

Í dag eru hátíðarhöld tengdum sjómannadeginum hins vegar með hefðbundnar í hætti, haldnar eru sjómannamessur og blómsveigar lagðir á minnisvarða um týnda og drukknaða sjómenn en sjómennska er talin ein hættulegasta atvinnugrein heims.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×