Fleiri fréttir Stjórnin undrast harkalegar aðgerðir FME og fjármálaeftirlitsins Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar lýsir furðu sinni á hörðum aðgerðum Fjármálaeftirlitsins og fjármálaráðuneytisins, sem skipað hafa umsjónarmann með sjóðnum, þrátt fyrir að stjórn hans og framkvæmdastjóri hafi ítrekað og að eigin frumkvæði upplýst fulltrúa Fjármálaeftirlitsins um fjárfestingar hans. 19.6.2009 12:05 Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19.6.2009 11:38 Niðurrifsmaður á Álftanesi hafði milljónir af fimm manna fjölskyldu „Hann er ekki hetja í mínum augum,“ segir Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Hún og maður hennar Viðar Guðmundsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Björn Braga Mikkaelsson sem þann 17. júní reif niður einbýlishús á Álftanesi. Húsið hafði hann misst í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Þau Viðar og Barbara greiddu Birni tæpar tíu milljónir króna fyrir finnskt einingahús sem þau fengu aldrei í hendurnar. 19.6.2009 11:10 Samkomulagið um Icesave átti að opinbera fyrr Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að heppilegra væri ef að gögn um Icesave samkomulagið hefðu komið fram fyrr. Pétur Blöndal, þingþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega vinnubrögð þingflokka stjórnarflokkanna í málinu. 19.6.2009 11:02 Stjórn lífeyrissjóðs Kópavogs grunuð um lögbrot Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er grunuð um lögbrot og hefur stjórninni verið skipaður umsjónaraðili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 19.6.2009 10:16 Línuraketta skall á húsi í Sandgerði Íbúum við Vallargötu í Sandgerði brá í brún í gærkvöldi þegar hár dynkur rauf næturkyrrðina. Íbúarnir grennsluðust fyrir um málið úti í garði og þar kom í ljós eins konar raketta sem lína var áföst við. 19.6.2009 07:32 Brotist inn í Höfðahverfi Eitt innbrot var framið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar brotist var inn í fyrirtæki í Höfðahverfi. Þjófarnir höfðu meðal annars á brott með sér flatskjá. Þá var gerð tilraun til innbrots í fyrirtæki í Hafnarfirði en ekki er talið að neinu hafi verið stolið þar. 19.6.2009 07:20 Fyrstu langreyðarnar veiddar í gær Hvalur 9 veiddi síðdegis í gær tvær fyrstu langreyðarnar sem veiða á í ár og var komið með dýrin að landi í nótt í Hvalfirði þar sem þau voru skorin að því er Skessuhorn greinir frá. 19.6.2009 07:12 Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19.6.2009 07:06 Öllum verður tryggð skólavist „Allir sem eru undir átján ára aldri eiga rétt á skólavist og þeim mun verða tryggð slík vist. Það verður bara að gera það,“ segir Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, sem þessa dagana fer yfir umsóknir í framhaldsskóla landsins. Samtals bárust 4.437 umsóknir frá nemendum úr 10. bekk, sem eru um 96 prósent þeirra sem luku grunnskólanámi í ár. 19.6.2009 06:00 Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu,“ segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. 19.6.2009 06:00 Lækka á fjárlagahallann um 86 milljarða á tveimur árum Skera á ríkisútgjöld niður og afla nýrra tekna til að ná hallanum á ríkissjóði niður um samtals 86 milljarða króna á árunum 2009 og 2010. 19.6.2009 06:00 Harðar deilur um Icesave-samninginn Skrifi Alþingi undir Icesave-samninginn verða það afdrifaríkustu mistök í sögu þjóðarinnar. Þetta fullyrða fulltrúar Indefence-hópsins svokallaða, og vísa í þrjú lögfræðiálit sér til stuðnings, sem þeir segjast hafa látið vinna fyrir sig. Sérfræðingur um milliríkjasamninga segir hins vegar ekkert í samningnum koma á óvart. 19.6.2009 06:00 Segir Evu umdeilda en óháða „Eva Joly hefur orð á sér fyrir að vera afar sjálfstæð og slíku fylgir jafnan það gjald að vera umdeildur í leiðinni,“ segir Mads Andenæs, prófessor við lagadeild Háskólans í Ósló. Hann segir að oft hafi staðið styr um störf hennar í Noregi, þar sem hún hafi viðhaft harðar kröfur. 19.6.2009 05:00 Kærunefnd stöðvar Vodafone-samning „Það er ánægjulegt að kærunefndin skuli hafa stöðvað þetta ferli því það var klúður í uppsiglingu," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, um þá ákvörðun kærunefndar útboðsmála að stöðva gerð samninga við Vodafone um símaþjónustu fyrir Landspítalann. 19.6.2009 05:00 Sakaður um að svíkja út háar fjárhæðir Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt og ítrekað skjalafals, svo og þjófnaði og fíkniefnabrot. 19.6.2009 05:00 Þökur aftur á Ráðhústorgið Bæjarráð Akureyrar hefur tekið vel í erindi Sigurðar Guðmundssonar verslunarmanns og annars áhugafólks um eflingu miðbæjarins á Akureyri um að Ráðhústorgið verði lagt með túnþökum í sumar. 19.6.2009 04:00 Munum fyrir milljónir stolið Miklum verðmætum var stolið úr vörubifreið Línuborunar ehf., þar sem hún var á vinnusvæði við Nesjavallaveg ofan við Nesjavallavirkjun fyrir nokkrum dögum. 19.6.2009 03:30 Eitraður kræklingur í Eyjafirði Lömunareitrið PSP hefur greinst í kræklingi úr Eyjafirði, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Stofnunin varar sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði. Í sýnum sem nýlega voru tekin til þörungaeitursgreiningar reyndist magn PSP vera rétt undir viðmiðunarmörkum en magn Alexandrium-þörunga sem valda eitrun yfir hættumörkum. 19.6.2009 02:00 InDefence: Indriði fer með rangt mál InDefence hópurinn, sem talsvert hefur látið að sér kveða síðan Icesave samningaviðræðurnar komust í hámæli, segir Indriða H. Þorláksson hafa farið með rangt mál í viðtali í Kastljósinu fyrr í kvöld. 18.6.2009 23:44 Stærsta kúlulán Íslandssögunnar „Fjármálaráðherra tekur stærsta kúlulán Íslandssögunnar og hann mun uppskera eins og bankarnir,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, við utandagskrárumræður um Icesave samninginn nú undir kvöld. Sigmundur var málshefjandi í umræðunum og gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir framgang hennar í málinu. 18.6.2009 19:15 Mælti fyrir frumvarpi um launabreytingar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um kjararáð á Alþingi nú undir kvöld. Samkvæmt frumvarpinu skal kjararáð gæta þess að föst laun ríkisstarfsmanna fyrir dagvinnu, annarra en forseta Íslands, verði ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. 18.6.2009 19:43 Ísbirni stolið af hrekkjalómi „Ég er með tvo ísbirni þarna fyrir utan og nú er annað kvikindið horfið,“ segir Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður á Akureyri. Sigurður vann sér það til frægðar í síðasta mánuði að narra bæði Morgunblaðið og lögregluna með ísbjarnagabbi. Sigurður varð fyrir því óláni í dag að samskonar ísbjarnarlíki og Sigurður notaði við gabbið var stolið fyrir utan verslun hans The Viking á Laugarvegi 1 í Reykjavík. 18.6.2009 19:33 Landsvirkjun lögð að veði með Icesave Allar eigur íslenska ríkisins eru lagðar að veði með Icesavesamkomulaginu, þar á meðal Landsvirkjun. Þetta er mat Eiríks Svavarssonar, lögmanns, sem hefur síðustu daga legið yfir samningnum sem gerður var við Hollendinga. Eiríkur Svavarssonar er í InDefence hópnum og hefur víðtæka reynslu af alþjóðasamningum. Hann segir sextándu grein laganna kveða á um þetta. 18.6.2009 18:45 Ómerktur lögreglubíll myndaði tugi hraðabrota Ómerktur lögreglubíll útbúinn hraðamyndavél fylgdist með aksturslagi ökumanna á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn föstudag og þriðjudag að því er fram kemur á vef lögreglunnar. 18.6.2009 20:19 Hús rísi úr brunarústum næsta sumar Stórvirkar vinnuvélar hamast nú á brunalóðinni við Austurstræti og Lækjargötu svo undir tekur í miðborg Reykjavíkur þar sem menn vonast til að hús verði farin að rísa - Kvosinni til prýði - næsta sumar, þremur árum eftir að þessi fornfrægu hús brunnu nánast til kaldra kola. 18.6.2009 19:02 Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Maðurinn sem eyðilagði íbúðarhús á Álftanesi í gær á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Frjálsi fjárfestingarbankinn sem nú á húsið ætlar að kæra hann. 18.6.2009 18:48 Bankaráðsseta rektors hefur ekkert með HR að gera Jóhann Hlíðar Harðarson, upplýsingafulltrúi Háskólans í Reykjavík, segir setu Svöfu Grönfeldt í bankaráði Landsbankans ekki hafa neitt með HR að gera, enda hafi HR ekki átt neina fjármuni í Landsbankanum. Þetta áréttar Jóhann vegna greinarinnar Fjórar bækur um hrun eftir Þorvald Gylfason, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 18.6.2009 18:18 Sara Dögg komin í leitirnar Sara Dögg Helenardóttir, sextán ára stúlka sem bæði lögreglan og móðir stúlkunnar lýstu eftir fyrr í dag, er nú komin í leitirnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Stúlkunnar hafði verið saknað í fimm daga, eða síðan á laugardag. 18.6.2009 17:19 Reyndi að nauðga vinkonu dóttur sinnar Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem dæmdur var í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa reynt að hafa samræði eða önnur kynferðismök við 16 ára stúlku sem var gestkomandi á heimili hans í apríl á síðasta ári. 18.6.2009 16:57 Icesavesamningur birtur: Hollendingar hafa ellefu gjaldfellingarákvæði Hollendingar hafa ellefu ákvæði í Icesavesamningnum við Ísland sem gerir þeim kleift að gjaldfella rúmlega 200 milljarða króna lán ef eitthvert þeirra er brotið. Fréttastofa hefur samninginn undir höndum og birtist hann hér fyrir neðan. 18.6.2009 16:56 Býður upp á hátíðarmatseðil Jóhönnu og Steingríms „Þetta er það sem að maður hefur um að velja þegar við erum búin að borga Icesave,“ segir kvikmyndagerðamaðurinn Magnús Magnússon sem ákvað að bjóða upp á hátíðarmatseðil fyrir utan Alþingishúsið í dag. Matseðillinn bar yfirskriftina: „Hátíðarmatseðill í boði Jóhönnu og Steingríms“. 18.6.2009 16:30 Icesave samningurinn birtur á Vísi innan skamms Fréttastofa hefur undir höndum samkomulag íslenskra og hollenskra stjórnvalda um Icesave reikninganna frá 5. júní. Samningurinn verður birtur hér á Vísi innan skamms. 18.6.2009 15:58 Raddir fólksins farnar af stað - boða til mótmælafundar á Austuvelli Raddir fólksins boða til mótmælafundar á Austurvelli á laugardaginn kemur klukkan 15. Eftir bankahrunið stóðu samtökin fyrir fjölmörgum mótmælafundum. 18.6.2009 15:34 Afburðanemendur við Háskóla Íslands hljóta styrki Þann 16 júní voru veittir ellefu styrkir til afburðanemenda sem hefja nám í Háskóla Íslands næsta haust. Um er að ræða styrki til nemenda sem náð hafa framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. 18.6.2009 15:34 Svandís með stóra kúlu: Þarf að fá mér hjálm „Ég er bara með stóra kúlu á höfðinu," segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra en hún varð fyrir því óláni í morgun að detta af hjólinu sínu þar sem hún var á leið í Umhverfisráðuneytið. Svandís var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann til aðhlynningar. Hún reyndist ekki hafa fengið heilahristing. 18.6.2009 15:34 Lögreglan lýsir eftir Söru Dögg Helenardóttur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Söru Dögg Helenardóttur, 16 ára, sem er ljóshærð með sítt hár, um 152 cm. á hæð. Þegar hún fór að heiman var hún klædd í ljósbláar íþróttabuxur, hvíta skó og hvíta peysu. Ekki vitað hvernig hún er klædd núna. 18.6.2009 15:23 Átak í atvinnumálum hefur skilað yfir 2200 störfum Iðnaðarráðuneytið hefur lokið fyrstu samantekt á árangri sérstaks átaks ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum sem miðað að því að draga úr atvinnuleysi með sköpun allt að 6000 ársverka á næstu misserum. Þótt ekki séu komnar tæmandi upplýsingar um alla þætti aðgerðanna er niðurstaðan samt sem áður sú að nú þegar má rekja um 2200 til 2500 störf til átaksins, að fram kemur í tilkynningu. 18.6.2009 14:52 Húsinu á Álftanesi mokað í burtu - myndband Grafa mætti í gær út á Álftaness til að moka í burtu rústum húss sem fyrrum eigandi þess gjöreyðilagði í gærdag. Maðurinn hafði nýverið misst húsið í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Einnig gróf maðurinn bíl sem stóð á lóðinni ofan í holu og mokaði yfir hann. 18.6.2009 14:35 Höskuldur gagnrýndi fundarstjórn Ástu Ragnheiðar Enn á ný var tekist á um fundarstjórn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag þegar Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Ástu. Hann sagði hana hafa truflað Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Borgarahreyfingarinnar, þegar hún beindi fyrirspurn sinni til forsætisráðherra. 18.6.2009 14:22 Þurfti að fórna golfhring fyrir umræður um Icesave Golfurum brá brún þegar þeir bókuðu sér rástíma í Grafarholti í dag. Þar gaf að líta nafn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem átti skráðan rástíma klukkan 13:50 í dag en umræða um Icesave hefst klukkan þrjú. 18.6.2009 14:14 Jóhanna: Ekki hætta á þjóðargjaldþroti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir engar líkur vera á þjóðargjaldþroti með Icesave-samningunum. Hún sagði mjög sérkennilegt að halda öðru fram. Verið sé að hræða þjóðina. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á Alþingi við fyrirspurn Péturs Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 18.6.2009 14:09 Bjarni: Þjóðin mun ekki eiga síðasta orðið um ESB Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að þjóðin muni ekki fá að eiga síðasta orðið um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í máli formannsins í umræðum á Alþingi í dag. Þar beindi hann fyrirspurn sinni til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, en hann vildi vita hvaða þýðingu möguleg aðildarumsókn hafi í ljósi þess að lagt verði fram á næstu dögum frumvarp um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni spurði auk þess hvort kæmi til álita að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla. 18.6.2009 13:53 Ráðherra datt af reiðhjóli - flutt á spítala Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra féll af reiðhjóli sínu fyrir framan umhverfisráðuneytið um klukkan hálfeitt í dag. Í umhverfisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að Svandís hafi ekki misst meðvitund en engu að síður hafi verið talið öruggast að kalla á sjúkrabíl og flytja hana á slysadeild til nánari skoðunar. Svandís var í Alþingishúsinu í morgun og þaðan var hún að koma þegar óhappið varð. 18.6.2009 13:18 Óljóst hvort að Icesave verði rætt á þingi Icesave samningarnir verða kynntir fyrir alþingismönnum í dag og í kjölfarið verða þeir gerðir almenningi opinberir. Samningsaðilum hefur verið greint frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda. 18.6.2009 13:12 Sjá næstu 50 fréttir
Stjórnin undrast harkalegar aðgerðir FME og fjármálaeftirlitsins Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar lýsir furðu sinni á hörðum aðgerðum Fjármálaeftirlitsins og fjármálaráðuneytisins, sem skipað hafa umsjónarmann með sjóðnum, þrátt fyrir að stjórn hans og framkvæmdastjóri hafi ítrekað og að eigin frumkvæði upplýst fulltrúa Fjármálaeftirlitsins um fjárfestingar hans. 19.6.2009 12:05
Steingrímur mælti fyrir frumvarpi um niðurskurð Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, mælti á Alþingi í dag fyrir frumvarpi um ráðstafanir í ríkisfjármálum. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið með ýmsum aðgerðum og sagði ráðherrann að minnka eigi bilið á milli tekna og útgjalda. Steingrímur sagði að í frumvarpinu væri mennta- og félagsmálum hlíft eftir megni. 19.6.2009 11:38
Niðurrifsmaður á Álftanesi hafði milljónir af fimm manna fjölskyldu „Hann er ekki hetja í mínum augum,“ segir Barbara Ósk Guðbjartsdóttir. Hún og maður hennar Viðar Guðmundsson segja farir sínar ekki sléttar af viðskiptum sínum við Björn Braga Mikkaelsson sem þann 17. júní reif niður einbýlishús á Álftanesi. Húsið hafði hann misst í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Þau Viðar og Barbara greiddu Birni tæpar tíu milljónir króna fyrir finnskt einingahús sem þau fengu aldrei í hendurnar. 19.6.2009 11:10
Samkomulagið um Icesave átti að opinbera fyrr Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að heppilegra væri ef að gögn um Icesave samkomulagið hefðu komið fram fyrr. Pétur Blöndal, þingþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega vinnubrögð þingflokka stjórnarflokkanna í málinu. 19.6.2009 11:02
Stjórn lífeyrissjóðs Kópavogs grunuð um lögbrot Stjórn Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogsbæjar er grunuð um lögbrot og hefur stjórninni verið skipaður umsjónaraðili. Þetta kemur fram í tilkynningu frá fjármálaráðuneytinu. 19.6.2009 10:16
Línuraketta skall á húsi í Sandgerði Íbúum við Vallargötu í Sandgerði brá í brún í gærkvöldi þegar hár dynkur rauf næturkyrrðina. Íbúarnir grennsluðust fyrir um málið úti í garði og þar kom í ljós eins konar raketta sem lína var áföst við. 19.6.2009 07:32
Brotist inn í Höfðahverfi Eitt innbrot var framið á höfuðborgarsvæðinu í nótt þegar brotist var inn í fyrirtæki í Höfðahverfi. Þjófarnir höfðu meðal annars á brott með sér flatskjá. Þá var gerð tilraun til innbrots í fyrirtæki í Hafnarfirði en ekki er talið að neinu hafi verið stolið þar. 19.6.2009 07:20
Fyrstu langreyðarnar veiddar í gær Hvalur 9 veiddi síðdegis í gær tvær fyrstu langreyðarnar sem veiða á í ár og var komið með dýrin að landi í nótt í Hvalfirði þar sem þau voru skorin að því er Skessuhorn greinir frá. 19.6.2009 07:12
Niðurskurðarhnífurinn hátt á loft Frumvarp til laga um ráðstafanir í ríkisfjámálum var lagt fram á Alþingi í gærkvöldi. Í frumvarpinu er leitað leiða til þess að bæta stöðu ríkissjóðs eftir bankahrunið og með ýmsum aðgerðum er stefnt að því að ríkið fái 13 milljarða króna í auknar tekjur á þessu ári. 19.6.2009 07:06
Öllum verður tryggð skólavist „Allir sem eru undir átján ára aldri eiga rétt á skólavist og þeim mun verða tryggð slík vist. Það verður bara að gera það,“ segir Sigurbjörg Jóhannesdóttir, sérfræðingur í menntamálaráðuneytinu, sem þessa dagana fer yfir umsóknir í framhaldsskóla landsins. Samtals bárust 4.437 umsóknir frá nemendum úr 10. bekk, sem eru um 96 prósent þeirra sem luku grunnskólanámi í ár. 19.6.2009 06:00
Býr hjá vinum eftir að hafa rifið húsið „Ég er ekki að hvetja fólk til þess að gera þetta en ég sé alls ekki eftir þessu,“ segir Björn Mikkaelsson. Á þjóðhátíðardaginn reif hann húsið sem hann bjó í á Álftanesi en hann hefði þurft að afsala sér því í hendur sýslumanns í dag. 19.6.2009 06:00
Lækka á fjárlagahallann um 86 milljarða á tveimur árum Skera á ríkisútgjöld niður og afla nýrra tekna til að ná hallanum á ríkissjóði niður um samtals 86 milljarða króna á árunum 2009 og 2010. 19.6.2009 06:00
Harðar deilur um Icesave-samninginn Skrifi Alþingi undir Icesave-samninginn verða það afdrifaríkustu mistök í sögu þjóðarinnar. Þetta fullyrða fulltrúar Indefence-hópsins svokallaða, og vísa í þrjú lögfræðiálit sér til stuðnings, sem þeir segjast hafa látið vinna fyrir sig. Sérfræðingur um milliríkjasamninga segir hins vegar ekkert í samningnum koma á óvart. 19.6.2009 06:00
Segir Evu umdeilda en óháða „Eva Joly hefur orð á sér fyrir að vera afar sjálfstæð og slíku fylgir jafnan það gjald að vera umdeildur í leiðinni,“ segir Mads Andenæs, prófessor við lagadeild Háskólans í Ósló. Hann segir að oft hafi staðið styr um störf hennar í Noregi, þar sem hún hafi viðhaft harðar kröfur. 19.6.2009 05:00
Kærunefnd stöðvar Vodafone-samning „Það er ánægjulegt að kærunefndin skuli hafa stöðvað þetta ferli því það var klúður í uppsiglingu," segir Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans, um þá ákvörðun kærunefndar útboðsmála að stöðva gerð samninga við Vodafone um símaþjónustu fyrir Landspítalann. 19.6.2009 05:00
Sakaður um að svíkja út háar fjárhæðir Tæplega þrítugur karlmaður hefur verið ákærður fyrir stórfellt og ítrekað skjalafals, svo og þjófnaði og fíkniefnabrot. 19.6.2009 05:00
Þökur aftur á Ráðhústorgið Bæjarráð Akureyrar hefur tekið vel í erindi Sigurðar Guðmundssonar verslunarmanns og annars áhugafólks um eflingu miðbæjarins á Akureyri um að Ráðhústorgið verði lagt með túnþökum í sumar. 19.6.2009 04:00
Munum fyrir milljónir stolið Miklum verðmætum var stolið úr vörubifreið Línuborunar ehf., þar sem hún var á vinnusvæði við Nesjavallaveg ofan við Nesjavallavirkjun fyrir nokkrum dögum. 19.6.2009 03:30
Eitraður kræklingur í Eyjafirði Lömunareitrið PSP hefur greinst í kræklingi úr Eyjafirði, að því er fram kemur á heimasíðu Matvælastofnunar. Stofnunin varar sterklega við neyslu og tínslu á kræklingi og öðrum skelfiski úr Eyjafirði. Í sýnum sem nýlega voru tekin til þörungaeitursgreiningar reyndist magn PSP vera rétt undir viðmiðunarmörkum en magn Alexandrium-þörunga sem valda eitrun yfir hættumörkum. 19.6.2009 02:00
InDefence: Indriði fer með rangt mál InDefence hópurinn, sem talsvert hefur látið að sér kveða síðan Icesave samningaviðræðurnar komust í hámæli, segir Indriða H. Þorláksson hafa farið með rangt mál í viðtali í Kastljósinu fyrr í kvöld. 18.6.2009 23:44
Stærsta kúlulán Íslandssögunnar „Fjármálaráðherra tekur stærsta kúlulán Íslandssögunnar og hann mun uppskera eins og bankarnir,” sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, við utandagskrárumræður um Icesave samninginn nú undir kvöld. Sigmundur var málshefjandi í umræðunum og gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir framgang hennar í málinu. 18.6.2009 19:15
Mælti fyrir frumvarpi um launabreytingar Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um kjararáð á Alþingi nú undir kvöld. Samkvæmt frumvarpinu skal kjararáð gæta þess að föst laun ríkisstarfsmanna fyrir dagvinnu, annarra en forseta Íslands, verði ekki hærri en föst laun forsætisráðherra. 18.6.2009 19:43
Ísbirni stolið af hrekkjalómi „Ég er með tvo ísbirni þarna fyrir utan og nú er annað kvikindið horfið,“ segir Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður á Akureyri. Sigurður vann sér það til frægðar í síðasta mánuði að narra bæði Morgunblaðið og lögregluna með ísbjarnagabbi. Sigurður varð fyrir því óláni í dag að samskonar ísbjarnarlíki og Sigurður notaði við gabbið var stolið fyrir utan verslun hans The Viking á Laugarvegi 1 í Reykjavík. 18.6.2009 19:33
Landsvirkjun lögð að veði með Icesave Allar eigur íslenska ríkisins eru lagðar að veði með Icesavesamkomulaginu, þar á meðal Landsvirkjun. Þetta er mat Eiríks Svavarssonar, lögmanns, sem hefur síðustu daga legið yfir samningnum sem gerður var við Hollendinga. Eiríkur Svavarssonar er í InDefence hópnum og hefur víðtæka reynslu af alþjóðasamningum. Hann segir sextándu grein laganna kveða á um þetta. 18.6.2009 18:45
Ómerktur lögreglubíll myndaði tugi hraðabrota Ómerktur lögreglubíll útbúinn hraðamyndavél fylgdist með aksturslagi ökumanna á höfuðborgarsvæðinu síðastliðinn föstudag og þriðjudag að því er fram kemur á vef lögreglunnar. 18.6.2009 20:19
Hús rísi úr brunarústum næsta sumar Stórvirkar vinnuvélar hamast nú á brunalóðinni við Austurstræti og Lækjargötu svo undir tekur í miðborg Reykjavíkur þar sem menn vonast til að hús verði farin að rísa - Kvosinni til prýði - næsta sumar, þremur árum eftir að þessi fornfrægu hús brunnu nánast til kaldra kola. 18.6.2009 19:02
Á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi Maðurinn sem eyðilagði íbúðarhús á Álftanesi í gær á yfir höfði sér allt að sex ára fangelsi. Frjálsi fjárfestingarbankinn sem nú á húsið ætlar að kæra hann. 18.6.2009 18:48
Bankaráðsseta rektors hefur ekkert með HR að gera Jóhann Hlíðar Harðarson, upplýsingafulltrúi Háskólans í Reykjavík, segir setu Svöfu Grönfeldt í bankaráði Landsbankans ekki hafa neitt með HR að gera, enda hafi HR ekki átt neina fjármuni í Landsbankanum. Þetta áréttar Jóhann vegna greinarinnar Fjórar bækur um hrun eftir Þorvald Gylfason, sem birtist í Fréttablaðinu í morgun. 18.6.2009 18:18
Sara Dögg komin í leitirnar Sara Dögg Helenardóttir, sextán ára stúlka sem bæði lögreglan og móðir stúlkunnar lýstu eftir fyrr í dag, er nú komin í leitirnar samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni. Stúlkunnar hafði verið saknað í fimm daga, eða síðan á laugardag. 18.6.2009 17:19
Reyndi að nauðga vinkonu dóttur sinnar Hæstiréttur staðfesti í dag dóm héraðsdóms Reykjaness yfir karlmanni sem dæmdur var í fimmtán mánaða fangelsi fyrir tilraun til nauðgunar. Maðurinn var sakfelldur fyrir að hafa reynt að hafa samræði eða önnur kynferðismök við 16 ára stúlku sem var gestkomandi á heimili hans í apríl á síðasta ári. 18.6.2009 16:57
Icesavesamningur birtur: Hollendingar hafa ellefu gjaldfellingarákvæði Hollendingar hafa ellefu ákvæði í Icesavesamningnum við Ísland sem gerir þeim kleift að gjaldfella rúmlega 200 milljarða króna lán ef eitthvert þeirra er brotið. Fréttastofa hefur samninginn undir höndum og birtist hann hér fyrir neðan. 18.6.2009 16:56
Býður upp á hátíðarmatseðil Jóhönnu og Steingríms „Þetta er það sem að maður hefur um að velja þegar við erum búin að borga Icesave,“ segir kvikmyndagerðamaðurinn Magnús Magnússon sem ákvað að bjóða upp á hátíðarmatseðil fyrir utan Alþingishúsið í dag. Matseðillinn bar yfirskriftina: „Hátíðarmatseðill í boði Jóhönnu og Steingríms“. 18.6.2009 16:30
Icesave samningurinn birtur á Vísi innan skamms Fréttastofa hefur undir höndum samkomulag íslenskra og hollenskra stjórnvalda um Icesave reikninganna frá 5. júní. Samningurinn verður birtur hér á Vísi innan skamms. 18.6.2009 15:58
Raddir fólksins farnar af stað - boða til mótmælafundar á Austuvelli Raddir fólksins boða til mótmælafundar á Austurvelli á laugardaginn kemur klukkan 15. Eftir bankahrunið stóðu samtökin fyrir fjölmörgum mótmælafundum. 18.6.2009 15:34
Afburðanemendur við Háskóla Íslands hljóta styrki Þann 16 júní voru veittir ellefu styrkir til afburðanemenda sem hefja nám í Háskóla Íslands næsta haust. Um er að ræða styrki til nemenda sem náð hafa framúrskarandi árangri á stúdentsprófi og innritast í Háskóla Íslands. 18.6.2009 15:34
Svandís með stóra kúlu: Þarf að fá mér hjálm „Ég er bara með stóra kúlu á höfðinu," segir Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra en hún varð fyrir því óláni í morgun að detta af hjólinu sínu þar sem hún var á leið í Umhverfisráðuneytið. Svandís var flutt með sjúkrabíl á Landspítalann til aðhlynningar. Hún reyndist ekki hafa fengið heilahristing. 18.6.2009 15:34
Lögreglan lýsir eftir Söru Dögg Helenardóttur Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir Söru Dögg Helenardóttur, 16 ára, sem er ljóshærð með sítt hár, um 152 cm. á hæð. Þegar hún fór að heiman var hún klædd í ljósbláar íþróttabuxur, hvíta skó og hvíta peysu. Ekki vitað hvernig hún er klædd núna. 18.6.2009 15:23
Átak í atvinnumálum hefur skilað yfir 2200 störfum Iðnaðarráðuneytið hefur lokið fyrstu samantekt á árangri sérstaks átaks ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum sem miðað að því að draga úr atvinnuleysi með sköpun allt að 6000 ársverka á næstu misserum. Þótt ekki séu komnar tæmandi upplýsingar um alla þætti aðgerðanna er niðurstaðan samt sem áður sú að nú þegar má rekja um 2200 til 2500 störf til átaksins, að fram kemur í tilkynningu. 18.6.2009 14:52
Húsinu á Álftanesi mokað í burtu - myndband Grafa mætti í gær út á Álftaness til að moka í burtu rústum húss sem fyrrum eigandi þess gjöreyðilagði í gærdag. Maðurinn hafði nýverið misst húsið í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Einnig gróf maðurinn bíl sem stóð á lóðinni ofan í holu og mokaði yfir hann. 18.6.2009 14:35
Höskuldur gagnrýndi fundarstjórn Ástu Ragnheiðar Enn á ný var tekist á um fundarstjórn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag þegar Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Ástu. Hann sagði hana hafa truflað Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Borgarahreyfingarinnar, þegar hún beindi fyrirspurn sinni til forsætisráðherra. 18.6.2009 14:22
Þurfti að fórna golfhring fyrir umræður um Icesave Golfurum brá brún þegar þeir bókuðu sér rástíma í Grafarholti í dag. Þar gaf að líta nafn Sigmundar Ernis Rúnarssonar, þingmanns Samfylkingarinnar, sem átti skráðan rástíma klukkan 13:50 í dag en umræða um Icesave hefst klukkan þrjú. 18.6.2009 14:14
Jóhanna: Ekki hætta á þjóðargjaldþroti Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir engar líkur vera á þjóðargjaldþroti með Icesave-samningunum. Hún sagði mjög sérkennilegt að halda öðru fram. Verið sé að hræða þjóðina. Þetta kom fram í máli Jóhönnu á Alþingi við fyrirspurn Péturs Blöndal, þingmanns Sjálfstæðisflokksins. 18.6.2009 14:09
Bjarni: Þjóðin mun ekki eiga síðasta orðið um ESB Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, segir ljóst að þjóðin muni ekki fá að eiga síðasta orðið um aðildarviðræður við Evrópusambandið. Þetta kom fram í máli formannsins í umræðum á Alþingi í dag. Þar beindi hann fyrirspurn sinni til Jóhönnu Sigurðardóttur, forsætisráðherra, en hann vildi vita hvaða þýðingu möguleg aðildarumsókn hafi í ljósi þess að lagt verði fram á næstu dögum frumvarp um ráðgefandi þjóðaratkvæðagreiðslur. Bjarni spurði auk þess hvort kæmi til álita að fram fari tvöföld þjóðaratkvæðagreiðsla. 18.6.2009 13:53
Ráðherra datt af reiðhjóli - flutt á spítala Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra féll af reiðhjóli sínu fyrir framan umhverfisráðuneytið um klukkan hálfeitt í dag. Í umhverfisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að Svandís hafi ekki misst meðvitund en engu að síður hafi verið talið öruggast að kalla á sjúkrabíl og flytja hana á slysadeild til nánari skoðunar. Svandís var í Alþingishúsinu í morgun og þaðan var hún að koma þegar óhappið varð. 18.6.2009 13:18
Óljóst hvort að Icesave verði rætt á þingi Icesave samningarnir verða kynntir fyrir alþingismönnum í dag og í kjölfarið verða þeir gerðir almenningi opinberir. Samningsaðilum hefur verið greint frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda. 18.6.2009 13:12