Innlent

Mælti fyrir frumvarpi um launabreytingar

Við þingumræður. Mynd/ Vilhelm.
Við þingumræður. Mynd/ Vilhelm.
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra mælti fyrir frumvarpi um kjararáð á Alþingi nú undir kvöld. Samkvæmt frumvarpinu skal kjararáð gæta þess að föst laun ríkisstarfsmanna fyrir dagvinnu, annarra en forseta Íslands, verði ekki hærri en föst laun forsætisráðherra.

Með frumvarpinu er lagt til að fært verði til kjararáðs ákvörðunarvald um launakjör forstöðumanna hlutafélaga og annars konar félaga sem eru að meiri hluta í eigu ríkisins. Þetta eru meðal annars hlutafélögin Nýi Kaupþing banki, Nýi Landsbankinn og Íslandsbanki, opinberu hlutafélögin Flugstoðir, Íslandspóstur, Keflavíkurflugvöllur, Matís, Neyðarlínan, Orkubú Vestfjarða, Rafmagnsveitur ríkisins og Ríkisútvarpið, auk Byggðastofnunar og Seðlabanka Íslands.

Íbúðalánasjóður, Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og sameignarfyrirtæki Landsvirkjunar munu sömuleiðis undir þetta. Þetta á einnig við um félög sem eru í meirihlutaeigu nefndra félaga. Þá verða ákvarðanir um launa- og starfskjör forstöðumanna Fjármálaeftirlitsins og Samkeppnisstofnunar sömuleiðis færðar undir kjararáð.

Árni Páll Árnason félagsmálaráðherra fagnaði frumvarpinu en sagðist telja að það ætti að eiga við um heildarlaun en ekki dagvinnulaun.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×