Innlent

Segir Evu umdeilda en óháða

Íslendingar vildu fá Evu þar sem hún er sjálfstæð, segir Mads Andenæs.
Íslendingar vildu fá Evu þar sem hún er sjálfstæð, segir Mads Andenæs.

„Eva Joly hefur orð á sér fyrir að vera afar sjálfstæð og slíku fylgir jafnan það gjald að vera umdeildur í leiðinni," segir Mads Andenæs, prófessor við lagadeild Háskólans í Ósló. Hann segir að oft hafi staðið styr um störf hennar í Noregi, þar sem hún hafi viðhaft harðar kröfur.

Spurður hvort það sé óheppilegt hjá Íslendingum að hafa þingmann á Evrópuþinginu í þessari stöðu segir hann. „Það getur vissulega leitt til erfiðra aðstæðna eins og þarna virðist vera komin upp en ég tel að það sem fyrir henni vaki sé að viðhalda sjálfstæðis sínu, ég tel ekki að nein pólitískur tilgangur sé á bak við slíkar kröfur frá henni," segir Mads.

Hann segir umræður um vanhæfni vegna fjölskyldutengsla síður en svo vera alíslensk fyrirbæri. „Þetta kemur annað slagið upp hér í Noregi. Þetta eru afar erfið mál og hingað til hefur það verð tilhneiging­in að aðhafast sem minnst en það er að breytast. Hins vegar getur það verið afar erfitt að setja ríkis­saksóknara af og ég hef ekki þá innsýn inn í þetta mál til að geta dæmt um það í þessu tilviki. Það er vissulega óheppilegt að komin sé upp spenna milli hennar og ríkissaksóknara en ég tel að sú ákvörðun Íslendinga að fá hana til liðsinnis hafi verið kjörkuð og líklega rétt ákvörðun. Það væri afar slæmt, tel ég, ef hún færi."






Fleiri fréttir

Sjá meira


×