Innlent

Þökur aftur á Ráðhústorgið

Akureyringar nutu þess að flatmaga í grasinu í fyrrasumar.
Akureyringar nutu þess að flatmaga í grasinu í fyrrasumar.

Bæjarráð Akureyrar hefur tekið vel í erindi Sigurðar Guðmundssonar verslunarmanns og annars áhugafólks um eflingu miðbæjarins á Akureyri um að Ráðhústorgið verði lagt með túnþökum í sumar.

Óskað er eftir því að bæjar­yfirvöld heimili og aðstoði við að þökuleggja torgið og hefur bæjarráðið falið bæjarstjóranum að ganga frá málinu.

Sigurður var í sex manna hópi sem í skjóli nætur fyrir verslunarmannahelgina í fyrrasumar klæddi Ráðhústorgið grænu grasi. Vakti það uppátæki almenna ánægju á Akureyri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×