Innlent

Samkomulagið um Icesave átti að opinbera fyrr

Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Björgvin G. Sigurðsson, þingflokksformaður Samfylkingarinnar, segir að heppilegra væri ef að gögn um Icesave samkomulagið hefðu komið fram fyrr. Pétur Blöndal, þingþingmaður Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega vinnubrögð þingflokka stjórnarflokkanna í málinu.

Samkomulag íslenskra stjórnvalda við Breta og Hollendinga um Icesave reikninganna var undirritað 5. júní en þingmenn fengu fyrst að sjá gögnin í gær.

Pétur beindi fyrirspurn til Björgvins á þingfundi í dag og vildi vita nú þegar samningarnir hafa verið kynntir hvort að þingflokkur Samfylkingarinnar styðji samkomulagið og hvort það hafi verið mistök að heimila fjármálaráðherra að undirrita samninganna.

Björgvin svaraði fyrirspurn Péturs ekki beint og sagði málið nú koma til kasta þingsins sem ætti eftir að kalla eftir frekari upplýsingum frá sérfræðingum. Koma myndi í ljós að samningarnir væru skásta mögulega leiðin fyrir Íslendinga. Björgvin viðurkenndi að heppilegra hefði verið ef að gögnin um samninganna hefðu komið fram fyrr.

Pétur sagði að það væri mikið ábyrgðaleysi af hálfu þingflokka stjórnarflokkanna að hafa veitt fjármálaráðherra leyfi til að undirrita samkomulagið án undangenginnar vitrænnar umræðu. Ekki væri hægt að segja að núna eigi að fara fram umræða um samkomulagið þegar búið væri að undirrita það. Pétur sagði vinnubrögð þingflokkanna vera með ólíkindum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×