Innlent

Línuraketta skall á húsi í Sandgerði

Sandgerði.
Sandgerði. MYND/vf.is

Íbúum við Vallargötu í Sandgerði brá í brún í gærkvöldi þegar hár dynkur rauf næturkyrrðina. Íbúarnir grennsluðust fyrir um málið úti í garði og þar kom í ljós eins konar raketta sem lína var áföst við. Lögregla var kölluð til og þá kom í ljós að um var að ræða tæki sem björgunarsveitir nota til þess að skjóta línu út í strönduð skip. Að sögn varðstjóra hjá lögreglunni á Suðurnesjum kom í ljós við eftirgrennslan að björgunarsveitin hafði verið við æfingar í bænum og af einhverjum ástæðum lenti rakettan á húsinu. Þá mun önnur raketta líkrar gerðar hafa lent annars staðar í bænum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×