Innlent

Óljóst hvort að Icesave verði rætt á þingi

Mynd/Anton Brink

Icesave samningarnir verða kynntir fyrir alþingismönnum í dag og í kjölfarið verða þeir gerðir almenningi opinberir. Samningsaðilum hefur verið greint frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda.

Klukkan þrjú átti að hefjast utandagskrárumræðu um samninganna að beiðni Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, formanns Framsóknarflokksins, en Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, upplýsti í upphafi þingfundar í dag að hún muni funda með þingflokksformönnum klukkan tvö um málið. Þar verði tekin ákvörðun hvort að af umræðunni verði.


Tengdar fréttir

Segja þjóðréttarlega stöðu Íslands í hættu

InDefence hópurinn segja ekkert skjól vera í Icesave samningunum og að þjóðréttarleg staða Íslands sé í hættu vegna þeirra. Hópurinn hefur undir höndum samning hollenska ríkisins annars vegar og Tryggingasjóðs innistæðueigenda, fjárfesta og íslenska ríkisins hins vegar um lausn Icesave deilunnar.

Þingmenn fá að sjá samkomulagið um Icesave í dag

Icesave samningarnir verða kynntir fyrir alþingismönnum í dag og í kjölfarið verða þeir gerðir almenningi opinberir. Samningsaðilum hefur verið greint frá þessari ákvörðun íslenskra stjórnvalda. Þetta kemur fram í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×