Innlent

Stærsta kúlulán Íslandssögunnar

Menn verða að standa við skuldbindingar sínar, segir ráðherra. Fréttablaðið/Valli
Menn verða að standa við skuldbindingar sínar, segir ráðherra. Fréttablaðið/Valli
„Fjármálaráðherra tekur stærsta kúlulán Íslandssögunnar og hann mun uppskera eins og bankarnir," sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, við utandagskrárumræður um Icesave samninginn nú undir kvöld. Sigmundur var málshefjandi í umræðunum og gagnrýndi ríkisstjórnina harðlega fyrir framgang hennar í málinu.

Steingrímur svaraði gagnrýni stjórnarandstæðinga fullum hálsi og gagnrýndi málflutning formanns Framsóknarflokksins og formanns Sjálfstæðisflokksins, en sá síðarnefndi sagði við umræðurnar að þingmenn myndu ekki samþykkja fyrirliggjandi samning. Steingrímur sagði að mesta ábyrgð á málinu lægi hjá stjórnendum bankans, en líka hjá stjórnvöldum og eftirlitsstofnunum sem hefðu starfað á meðan að bankarnir voru einkareknir. „Er það svo að sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru algerlega ábyrgðarlausir í þessu máli," sagði Steingrímur.

Þá sagði Steingrímur að það kostaði sitt að vera sjálfstæð þjóð. Menn verði að greiða úr sínum málum og verði að standa við skuldbindingar sínar. Menn megi ekki gefast upp.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×