Innlent

Munum fyrir milljónir stolið

Bíllinn sem stolið var úr var á vinnusvæði ofan við Nesjavallavirkjun.
Bíllinn sem stolið var úr var á vinnusvæði ofan við Nesjavallavirkjun.

Miklum verðmætum var stolið úr vörubifreið Línuborunar ehf., þar sem hún var á vinnusvæði við Nesjavallaveg ofan við Nesjavallavirkjun fyrir nokkrum dögum.

Að sögn lögreglunnar á Selfossi er talið að þjófnaðurinn hafi átt sér stað á tímabilinu frá klukkan sjö á fimmtudagskvöldið til klukkan sjö á föstudagsmorgun 12. júní síðastliðinn.

Einnig var brotist inn í vinnuvélar á svæðinu og verkfærum og hljómtækjum stolið úr þeim. Meðal þess sem stolið var úr vörubifreiðinni var ljósavél af gerðinni SDMO, blá að lit, sex 800 mm steinsagarblöðum, tvær handsteinsagir, 12 kjarnaborum, tvær stýriskrónur, Hilti-sleðasög, 12 og 24 volta hleðslu- og starttæki, dráttarkeðja, sex hífingastrappar, tvær skafttalíur og bílageislaspilari af Alpine-gerð. Þarna er um að ræða verðmæta muni og má áætla að tjónið hlaupi á nokkrum milljónum króna.

Á vettvangi voru ummerki eftir vörubifreið sem ætla má að hafi verið notuð til að flytja búnaðinn á brott. Lögreglan á Selfossi biður hvern þann sem getur gefið upplýsingar sem leitt gætu til þess að upplýsa málið að hafa samband í síma 480 1010.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×