Innlent

Höskuldur gagnrýndi fundarstjórn Ástu Ragnheiðar

Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins.
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins. Mynd/GVA
Enn á ný var tekist á um fundarstjórn Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, á þingfundi í dag þegar Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, gagnrýndi Ástu. Hann sagði hana hafa truflað Birgittu Jónsdóttur, þingmanns Borgarahreyfingarinnar, þegar hún beindi fyrirspurn sinni til forsætisráðherra.

Í fyrradag kom til snarpra orðaskipta milli þingmanna Framsóknarflokksins og Ástu þar sem ágreiningurinn var títtnefnd fundarstjórn forseta. Undir þeim orðaskiptum ómaði bjalla forseta Alþingis.

„Við verðum að fá að hreint hvort að breyta eigi áratugi venju í samskiptum hér á þingi," sagði Höskuldur á þingfundinum í dag.

Svar Ástu var stutt: „Forseti vill geta þess að hér eru engar nýjar túlkanir á þingsköpum. Nú hefst atkvæðagreiðsla." Í framhaldinu var tekið til afgreiðslu frumvarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra um stjórn fiskveiða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×