Innlent

Fyrstu langreyðarnar veiddar í gær

Hvalur 9 veiddi síðdegis í gær tvær fyrstu langreyðarnar sem veiða á í ár og var komið með dýrin að landi í nótt í Hvalfirði þar sem þau voru skorin að því er Skessuhorn greinir frá.

Hvalbáturinn lagði af stað í veiðiferðina á miðvikudagskvöld en þetta eru fyrstu langreyðarnar sem skotnar eru við Íslandsstrendur frá árinu 2006 þegar sjö dýr voru veidd. Nú er heimilt að skjóta allt að 200 langreyðar og auk Hvals 9 er verið að gera Hval 8 tilbúinn til veiða.

Hér má sjá fréttina á Skessuhorni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×