Innlent

Ráðherra datt af reiðhjóli - flutt á spítala

MYND/Sigurjón

Svandís Svavarsdóttir umhverfisráðherra féll af reiðhjóli sínu fyrir framan umhverfisráðuneytið um klukkan hálfeitt í dag.

Í umhverfisráðuneytinu fengust þær upplýsingar að Svandís hafi ekki misst meðvitund en engu að síður hafi verið talið öruggast að kalla á sjúkrabíl og flytja hana á slysadeild til nánari skoðunar. Svandís var í Alþingishúsinu í morgun og þaðan var hún að koma þegar óhappið varð. 

Ekki hafa borist fregnir af líðan ráðherrans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×