Innlent

Ísbirni stolið af hrekkjalómi

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Sigurður Guðmundsson biðlar til þjóðarinnar að hjálpa sér að finna ísbjörninn.
Sigurður Guðmundsson biðlar til þjóðarinnar að hjálpa sér að finna ísbjörninn.

„Ég er með tvo ísbirni þarna fyrir utan og nú er annað kvikindið horfið," segir Sigurður Guðmundsson, verslunarmaður á Akureyri. Sigurður vann sér það til frægðar í síðasta mánuði að narra bæði Morgunblaðið og lögregluna með ísbjarnagabbi. Sigurður varð fyrir því óláni í dag að samskonar ísbjarnarlíki og Sigurður notaði við gabbið var stolið fyrir utan verslun hans The Viking á Laugarvegi 1 í Reykjavík.

Að sögn Sigurðar átti glæpurinn sér stað um hábjartan dag, eða einhvertíman á milli klukkan fimm og sex í dag. Hann hafði lánað ljósmyndara annan ísbjörnin og um tíu mínútum seinna hvarf hinn líka. Sigurður er því ísbjarnalaus.

„Ég sakna hans mikið," segir Sigurður. „Þó ekki eins mikið og Morgunblaðið," bætir hann kíminn við.

Hann biðlar til almennings um að hafa augun opin fyrir birninum og hafa samband við lögreglu ef hann verður var við ferðir hans. „Þjóðin verður að standa með mér í þessu og hjálpa mér að finna hann," segir Sigurður að lokum.






Tengdar fréttir

Skyttur í viðbragðsstöðu vegna ísbjarnargabbs

Hópur Akureyringa í skemmtiferð um Skagafjörð gabbaði fjölmiðla og lögreglu í dag með rangri tilkynningu um ísbjörn norðan við Hofsós. Eftir að frétt birtist um málið laust fyrir klukkan hálffjögur ræsti lögreglan á Sauðárkróki út mannskap og setti skyttur í viðbragðsstöðu. Um hálftíma síðar kom hið sanna í ljós.

Segir lögreglu geta sent sér reikninginn

Verslunarmaður á Akureyri sem laug að fréttavef Morgunblaðsins í gær að ísbjörn væri við Hofsós segir um meinlausan hrekk hafa verið að ræða sem flestir hafi tekið vel. Hann segir lögreglu geta sent sér reikninginn ef einhver kostnaður hlaust af athæfinu.

Gríðarlegt ábyrgðarleysi að gabba lögregluna

Stefán Vagn Stefánsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir að gabb af hálfu hóps Akureyringa í skemmtiferð um Skagafjörð í dag sé litið alvarlegum augum. Um hafi verið ræða gríðarlegt ábyrgðarleysi hjá fullorðnu fólki.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×