Innlent

Húsinu á Álftanesi mokað í burtu - myndband

Sólmundur Hólm Sólmundarson skrifar
Rústirnar á Álftanesi eftir að maðurinn hafði lokið sér af.
Rústirnar á Álftanesi eftir að maðurinn hafði lokið sér af. Mynd/ Sigurjón

Grafa mætti í gær út á Álftaness til að moka í burtu rústum húss sem fyrrum eigandi þess gjöreyðilagði í gærdag. Maðurinn hafði nýverið misst húsið í hendur Frjálsa Fjárfestingabankans. Einnig gróf maðurinn bíl sem stóð á lóðinni ofan í holu og mokaði yfir hann.

Maðurinn fékk kvikmyndafyrirtækið Kukl ehf. til þess að taka upp verknaðinn en ekki er vitað hvað hann hyggst gera við þær upptökur.

Í samtali við fréttastofu í gær sagðist hann hafa gripið til þessa ráðs þar sem hann hefði engu að tapa lengur.

Á netinu má þó nálgast myndband af því þegar verktakar mokuðu rústum hússins í burtu. Myndbandið má nálgast hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×