Fleiri fréttir

Íslendingarnir enn fastir í Bangkok

Íslendingarnir sem lentu í hrakningum í Taílandi vegna mótmælaaðgerða gegn ríkisstjórn landsins sitja enn fastir þar. Holberg Masson, einn Íslendinganna, sagði í samtali við fréttamann Stöðvar 2 í morgun að það yrði ekki flogið í dag en hugsanlega á morgun.

Segir hina ,,ábyrgu" vantreysta þjóðinni fyrir kosningum

,,Þau hin ábyrgu telja að engir flokkar nema Samfylking og Sjálfstæðisflokkur geti fundið lausn á vanda þjóðarinnar. Það kemur kannski ekki á óvart að allt þetta fólk sem telur sig svo ábyrgt er annað hvorhvort í Samfylkingunni eða Sjálfstæðisflokknum og sæmilega miðaldra," segir Valgerður Bjarnadóttir í grein í Morgunblaðinu í dag bætir við að hún sé í Samfylkingunni, sæmilega miðaldra og telji sig ekki vera óábyrga.

Vísitala framleiðsluverðs hækkar á milli mánaða

Vísitala framleiðsluverðs í október 2008 var 186,9 stig (4. fjórðungur 2005 = 100) og hækkaði um 12,7% frá september. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 226,0 stig, sem er hækkun um 20,3% (vísitöluáhrif 6,5%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 249,1 stig, hækkaði um 14,7% (4,1%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 3,4% frá september (0,6%) og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 6,3% (1,5%).

Hækkun og lækkun hjá ÁTVR

Verðbreyting, sem er að meðaltali 4,38% til hækkunar, tekur gildi í Vínbúðunum í dag. Verð breytist á 1023 tegundum af þeim 1706 tegundum áfengis sem eru í boði í Vínbúðunum, 160 tegundir lækka í verði, 863 hækka en verð verður áfram óbreytt á 683 tegundum.

Togari á leið í brotajárn sökk

Gamall 250 tonna togari, sem síðast hét Guðrún Björg, sökk í nótt þegar togarinn Gréta, sem áður hét Margrét, var að draga hana mannlausa til Aberdeen í Skotlandi, þar sem hún átti að fara í brotajárn.

Hvassviðri og snjókoma á Vestfjörðum

Hvassviðri hefur verið á Vestfjörðum í nótt og nokkuð snjóaði á norðanverðum fjörðunum. Þar er farið að draga í skafla og er verið að ryðja helstu götur á Ísafirði.

Handtekinn eftir innbrot í bíla

Lögreglan á Akureyri handtók í nótt sautján ára pilt, eftir að hann hafði farið inn í nokkra ólæsta bíla í leit að verðmætum.

Draugasíld?

Íslenska vorgotssíldin virðist vera gengin aftur, eftir að ekkert hefur veiðst af henni hér við land í mörg ár og sjómenn voru búnir að afskrifa hana með öllu.

Rúmlega hundrað sagt upp og verslunum lokað hjá Húsasmiðjunni

Húsasmiðjan hefur sagt upp rúmlega 100 starfsmönnum sínum og ákveðið hefur verið að loka tveimur verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundum í kvöld. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar segir ástandið á byggingavörumarkaði afar slæmt og að það eigi eftir að versna enn frekar. Hann segist þó vongóður um að Húsasmiðjan standi þetta af sér.

Frumvarpi um rannsóknarnefnd dreift á þingi

Frumvarp til laga um rannsókn á aðdraganda og orsökum falls íslensku bankanna hefur verið dreift til þingmanna. Forseti Alþingis, Sturla Böðvarsson, mun flytja frumvarpið á morgun en flutningsmenn þess eru formenn allra flokka á Alþingi.

Nemar í HR óánægðir með samnemanda sinn

Katrín Oddsdóttir, laganemi í Háskólanum í Reykjavík, vakti athygli síðastliðinn laugardag þegar hún hélt kraftmikla ræðu á mótmælafundi á Austurvelli. Þar fór Katrín ekki í grafgötur með álit sitt á núverandi ríkisstjórn og má segja að hún hafi boðað byltingu ef stjórnvöld taki sig ekki saman í andlitinu á næstunni. Á heimasíðu háskólans er frétt um framgöngu Katrínar og er ræðan meðal annars birt. Þetta eru sumir nemar skólans ekki ánægðir með og hefur verið stofnuð Facebook síða þar sem skólayfirvöld eru hvött til að taka fréttina af framgöngu Katrínar niður. Um hundrað manns hafa skráð sig á síðuna.

Mörg dæmi um ótrúlegt launamisrétti innan bankanna

Fimm þingmenn úr Framsóknarflokknum, Vinstri – grænum og Samfylkingunni hafa lagt fram tillögu að þingsályktun þar sem lagt er til að gerð verði úttekt á því með hvaða hætti staðið var að stöðuveitingum og launakjörum í nýju ríkisbönkunum þremur.

Sonur minn er heppinn að vera á lífi

Móðir drengsins sem varð fyrir fólskulegri árás samnemenda sinna í Njarðvíkurskóla í síðustu viku segir að sonur sinn sé heppinn að vera á lífi. Hún fordæmir einstaklinginn sem tók árásina upp á myndband og dreifði á netinu.

Fjárlaganefnd brýnir niðurskurðarhnífinn

Fjárlaganefnd Alþingis bíður nú eftir skilaboðum ríkisstjórnar um hversu stórfelldan niðurskurð þurfi á ríkisrekstrinum til að grynnka á hrikalegum hallarekstri. Á sama tíma er biðstofa nefndarinnar þéttsetin af fulltrúum stofnana og samtaka að biðja um meiri pening.

Þórunn ræðir við Norðurálsmenn

Fulltrúar Norðuráls gengu í morgun á fund Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Hvorugur aðili vildi að loknum fundi tjá sig um efni hans en talið er víst að Norðurálsmenn hafi þar kynnt óskir sínar um að reisa mun stærra álver í Helguvík en þegar hefur verið heimilað.

Ingibjörg óskar Grænlendingum til hamingju

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra sendi Grænlendingum árnaðaróskir í dag í tilefni af niðurstöðu þjóðaratkvæðagreiðslunnar í gær um aukna sjálfstjórn.

Gagnrýnir áform um tvöfaldan Suðurlandsveg

Formaður Evrópusamtaka um öryggi vega gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að ætla að leggja tvíbreiða hraðbraut milli Reykjavíkur og Selfoss þegar rannsóknir sýni að tveir plús einn vegir séu þeir öruggustu í heimi.

Lekinn í Glitni rannsakaður

Nýi Glitnir rannsakar nú hvort starfsmaður bankans hafi lekið í Morgunblaðið trúnaðarupplýsingum um milljarðlán Gamla Glitnis. Málinu hefur einnig verið vísað til Fjármálaeftirlitsins sem gæti vísað því áfram til lögreglu.

UVG gagnrýna útvarpsstjóra harðlega

Ung vinstri græn hafa sent frá sér ályktun þar sem framganga Páls Magnússonar útvarpsstjóra, þegar hann hótaði fyrrverandi starfsmanni RÚV lögsókn, er harðlega gagnrýnd. „Ung vinstri græn gagnrýna harðlega framgöngu Páls Magnússonar útvarpsstjóra gagnvart G. Pétri Matthíassyni, fyrrum fréttamanni Ríkisútvarpsins, vegna ákvörðunar G. Péturs um að birta opinberlega viðtal við Geir Hilmar Haarde sem RÚV hefur haldið leyndu til þessa,“ segir í ályktuninni.

Frumvarp um rannsóknarnefnd kynnt í þingflokkum

Samkomulag virðist hafa náðst á meðal formanna stjórnmálaflokkanna um frumvarp sem gefur heimild til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd sem rannsaka á bankahrunið og aðdragandann að því. Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins segir að málið hafi verið kynnt í þingflokkum flokkanna í dag en hún vildi ekki ræða um efni frumvarpsins því hún væri enn bundin trúnaði. Þinglokkar hittust nú síðdegis.

Jónas Ingi og Tindur ljúka afplánun vegna eldri mála

Þeir Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónson, sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði, hafa hafið afplánun vegna annara mála. Gæsluvarðhald yfir mönnunum átti að renna út á morgun en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að þær hæfu afplánun á eftirstöðvum eldri dóma.

Hnífstungumaður í gæsluvarðhald

Piltur um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

Ísland er sökkvandi eyja (myndband)

Fréttamaður frá Journeyman Pictures sem er breskur miðill á netinu kom hingað til lands og vann innslag um efnahagsástandið hér á landi. Innslagið ber heitið „Sökkvandi eyja“ og er rætt við ýmsa úr íslensku þjóðfélagi.

Forsætisráðherra býst við aukinni alþjóðlegri kreppu

Geir Haarde segist ekki hafa séð það fyrir að lausafjárkreppan myndi breytast í efnahagslegu heimskreppu. Hann útilokar ekki að alþjóðleg kreppa muni aukast enn meira á næstunni. Þetta kom fram á Alþingi um eflingu gjaldeyrisvaraforðans.

Segir virðingu Alþingis bíða hnekki

Það grefur undan virðingu Alþingis að vera ekki búið að koma frá sér lögum um sjálfstæða rannsóknarnefnd sem getur starfað á vegum þingsins og rannsakað hvað fór aflaga í aðdraganda bankahrunsins.

Hótunum rignir yfir saklausan strák vegna Njarðvíkurárásarinnar

Hótunum rignir yfir Óskar Örn Óskarsson, nemanda í 10. bekk Njarðvíkurskóla, um að gengið verði frá honum. Víkurfréttir greina frá því í dag hvernig Óskar Örn hefur, fyrir misskilning, verið dreginn inn í atburðarás þar sem hann var víðsfjarri. Honum er gert að sök að hafa verið einn af piltunum sem tóku þátt í grófu ofbeldi gegn skólafélaga sínum og tekið var upp á myndband við Njarðvíkurskóla í síðustu viku. Óskar er hins vegar nafni og jafnaldri eins af piltunum. Í gærkvöldi var setið um heimili hans og meðal annars voru tveir grímuklæddir menn komnir upp á húsþak á heimili hans. Móðir Óskars Arnar segir. Í samtali við Víkurfréttir, að hótanir gegn syni sínum hafi magnast mjög síðustu daga. Í fyrstu héldu þau að þetta myndi ganga yfir um helgina, en það gerðist ekki og ástandið sé nú orðið óbærilegt. Vinsæll bloggari á blog.is birtir nöfn fyrir fjórum sólarhringum síðan, sem hann segir að séu nöfn piltanna á ofbeldismyndbandinu. Þar er meðal annars nafnið Óskar Páll. Einhverra hluta vegna beinast hótanirnar gegn Óskari Erni, sem var ekki þátttakandi í ofbeldinu á myndbandinu. Hótanirnar koma víða að og eru ógnvekjandi. Þær valda Óskari Erni og fjölskyldu hans vanlíðan. Stjórnendur Njarðvíkurskóla eru meðvitaðir um þau miklu óþægindi sem Óskar Örn og fjölskylda hans hafa orðið fyrir. Þeir segja að Óskar Örn sé fyrirmyndarnemandi í 10. bekk sem sé nú borinn röngum sökum.

Hnífsstunguárás: Ákvörðun um gæsluvarðhald tekin síðar í dag

Ekki hefur verið ákveðið hvort krafist verður gæsluvarðhalds yfir tvítugum pilti sem handtekinn var í gærkvöldi í tengslum við hnífsstunguárása á Hlemmi. Fertugur karlmaður var stunginn í bak og öxl og var pilturinn handtekinn í kjölfarið. Lögreglan hefur frest til klukkan 19:00 í kvöld til þess að ákveða hvort krafist verði gæsluvarðhalds.

Rauk úr jólaskreytingu í Gullsmára

Slökkviliðið var kallað að Gullsmára á áttunda tímanum í morgun vegna reyks sem barst frá jólaskreytingu. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn og skemmdir reyndust ekki vera miklar.

Nýtt umhverfismat ef stækka á í Helguvík

Fara verður í nýtt umhverfismat ef stækka á álverið í Helguvík að sögn umhverfisráðherra. Forstjóri Norðuráls fundaði með ráðherra í morgun vegna málsins.

Atvinnuleysið komið í 4%

Atvinnuleysi hefur meira en tvöfaldast milli mánaða og mælist nú tæplega 4 prósent. Í október voru rúmlega 3.100 skráðir atvinnulausir að jafnaði hjá Vinnumálastofnun, en eru nú undir lok nóvembermánaðar um 6.800.

Starfsmenn Samskipa læra íslensku

Á fjórða tug starfsmanna af erlendum uppruna hjá Samskipum luku í vikunni námskeiði í íslensku sem félagið stendur fyrir og hefur notið styrks frá menntamálaráðuneytinu. Þetta er þriðja önnin sem markvisst íslenskunám fer fram í vinnutíma fyrir alla erlenda starfsmenn Samskipa.

Segist ekki hafa farið með rangt mál

Uppákoman í þinginu í vikunni þar sem Steingrímur J. Sigfússon sagði m.a Birni Bjarnasyni dómsmálaráðherra að „étann sjálfur" fór vart framhjá nokkrum manni. Í kjölfarið gekk formaður Vinstri grænna upp að forsætisráðherra og ýtti all hressilega í öxlina á honum. Björn lét þau orð falla að Steingrímur stæði í vegi fyrir því að áform um hina sérstöku rannsóknarnefnd á vegum þingsins hefði tafist með afstöðu sinni.

Kærleikskúlan afhent í sjötta sinn

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra afhendir Kærleikskúluna svokölluðu í sjötta sinn núna klukkan 11. Það er Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri sem afhendir kúluna en styrktarfélagið gefur ekki upp fyrr en í athöfninni sjálfri hverjum þessi viðurkenning fellur í skaut.

Skerða þjónustu við deyjandi börn vegna hruns Kaupþings

Naomi House, sem rekur líknarstarfsemi fyrir deyjandi börn í Sutton Scotney í Hampshire í Bretlandi, hefur ákveðið að hætta við heimaþjónustu sem til stóð að koma í gagnið. Ástæðan er sú að um 5,7 milljónir sterlingspunda, sem jafngildir um 1,2 milljörðum íslenskra króna, eru frosnar á reikningum eftir að Singer & Friedlander, dótturfyrirtæki Kaupþings fór í þrot.

Hinn særði á batavegi

Karlmaður um fertugt sem stunginn var með hnífi á Hlemmi á sjöunda tímanum í gærkvöldi er á batavegi að sögn vakthafandi læknis á gjörgæsludeild. Maðurinn var á gjörgæsludeild í nótt en fer líklegast yfir á almenna skurðdeild í dag. Hann gekk særður inn í anddyri

Þriggja mánaða verðbólga mælist 20,8%

Vísitala neysluverðs hækkaði um 1,74% í nóvember og er nú 327,9 stig. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 298,3 stig og hækkaði hún um 1,84% frá október, eftir því sem fram kemur í tölum frá Hagstofunni. Hækkun vísitölunnar er mun lægri en Greining Glitnis hafði spáð, en í henni var gert ráð fyrir að vísitalan hækkaði um 2,1%.

Óku á ljósastaur á Akureyri

Tvær stúlkur sluppu nær ómeiddar þegar bíll þeirra lenti á ljósastaur í Merkigili á Akureyri á tólfta tímanum í gærkvöldi og valt á hliðina.

Fórnarlamb árásar á Hlemmi enn á gjörgæslu

Karlmaður um fertugt, sem stunginn var lífshættulega á Hlemmi laust fyrir klukkan sex síðdegis í gær, liggur á gjörgæsludeild Landspítalans og er líðan hans eftir atvikum.

Eldur í þvotti við Möðrufell

Slökkviliðið sendi fjölmennt lið á vettvang vegna tilkynningar um reyk í fjölbýlishúsi við Möðrufell í Reykjavík í gærkvöldi.

Sjá næstu 50 fréttir