Innlent

Draugasíld?

Íslenska vorgotssíldin virðist vera gengin aftur, eftir að ekkert hefur veiðst af henni hér við land í mörg ár og sjómenn voru búnir að afskrifa hana með öllu.

Þegar síldveiðiskipið Lundey NS var á leið á Breiðafjarðarmið nýverið lóðaði á síld í Jökulfjörðum við norðanvert Ísafjarðardjúp og fengu skipverjar fullfermi í einu kasti. Síldin var auk þess stærri og þyngri en verið er að veiða í Breiðafirði þessa dagna. Þá urðu þeir ekki síður undrandi þegar í ljós kom að þetta var hvorki síld úr sumargotsstofninum, sem nú er veiddur á Breiðafirði, né úr norsk-íslenska síldarstofninum sem farinn er að veiðast á ný austur af landinu á vissum árstíma. Hafrannsóknastofnun er nú að kanna hverju þetta sætir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×