Innlent

Febrúarfundurinn snerist um möguleika Íslands á lántöku

Geir Haarde forsætisráðherra.
Geir Haarde forsætisráðherra.

Fundurinn sem forsætisráðherra og utanríkisráðherra áttu með bankastjórn Seðlabankans í febrúar snerist að stærstum hluta um það hvaða möguleikar Íslendingar hefðu á lántöku.

Fundurinn átti sér stað eftir að bankastjórnin fór í för til Lundúna til að kanna möguleika á láni. Þessu greindi Geir Haarde forsætisráðherra frá á Alþingi í dag. Hann sagði að niðurstöður fundarins hefðu orðið þær að markaðsaðstæður væru með þeim hætti að það yrði ekki heppilegt og hugsanlega ekki mögulegt fyrir íslenska ríkið að reyna fyrir sér á alþjóðlegum lánamarkaði á þeim tíma.

Mikið hefur verið rætt um fund forsætisráðherra og utanríkisráðherra með bankastjórn Seðlabankans að undanförnu. Ekki síst eftir að Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar hélt ræðu á fundi Viðskiptaráðs í síðustu viku.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×