Innlent

Fórnarlamb árásar á Hlemmi enn á gjörgæslu

Karlmaður um fertugt, sem stunginn var lífshættulega á Hlemmi laust fyrir klukkan sex síðdegis í gær, liggur á gjörgæsludeild Landspítalans og er líðan hans eftir atvikum.

Mörg vitni urðu að atburðinum og leiddu frásagnir þeirra til þess að hann var handtekinn í miðborginni skömmu síðar og var þá með hníf á sér sem líklega er árásarvopnið. Hann er aðeins um tvítugt, en á afbrotaferil að baki. Hann er í vörslu lögreglu en ekkert liggur enn fyrir um tilefni árásarinnar. Ákveðið verður í dag hvort lögregla krefst gæsluvarðhaldsúrskurðar yfir honum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×