Innlent

Sjúkraflutningamenn ósáttir með stöðuna varðandi Björgunarmiðstöðina

Iðnaðarmenn sem ekki hafa fengið greidd laun mættu í Björgunarmiðstöðina og tóku eignir sínar.
Iðnaðarmenn sem ekki hafa fengið greidd laun mættu í Björgunarmiðstöðina og tóku eignir sínar.

Stjórn FSÁ og stjórn deildar LSS hjá HSu lýsir yfir vonbrigðum með þá stöðu sem komin er upp í tengslum við byggingu nýju Björgunarmiðstöðvarinnar á Selfossi sem Björgunarmiðstöðin ehf. á og rekur.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félögunum. Þar segir ennfremur að ljóst sé að atburðarás gærdagsins auki enn meir á þá óvissu sem hefur ríkt um framtíðaraðstöðu fyrir sjúkraflutningamenn í Árnessýslu.

„Sjúkraflutningamenn hafa beðið lengi eftir að komast í það glæsilega hús sem Björgunarmiðstöðin ehf. hefur byggt upp fyrir viðbragðsaðila á Selfossi. Í dag ríkir alger óvissa um aðstöðu fyrir sjúkraflutningamenn og sjúkrabíla og óljóst hvað er framundan.

Núverandi starfsstöð sjúkraflutningamanna í Árnessýslu, að Austurvegi 54, var afhent nýjum eigendum 1. nóvember s.l. og hafa þeir af góðvild einni ekki sett starfsemina út á gaddinn. Þá má bæta við að aðstaða sjúkraflutningamanna í núverandi húsnæði er ekki eins og þekkist hjá

atvinnuliðum sem sinna sjúkraflutningum á Íslandi.

Er það von þeirra sem þetta rita að hlutaðeigandi aðilar vinni að lausn sem getur tryggt að sjúkraflutningamenn komist í þá glæsilegu aðstöðu sem Björgunarmiðstöðin er. Stjórnir FSÁ og deildar LSS hjá HSu vilja sem fyrst eyða þeirri óvissu sem nú hefur skapast í húsnæðismálum sjúkraflutningamanna, er það trú okkar að með samhentu átaki þá takist það."






Tengdar fréttir

Ósáttir iðnaðarmenn rífa niður verðmæti úr björgunarmiðstöð

Nokkuð hefur gustað í kringum opnun á nýrri björgunarmiðstöð á Selfossi sem upphaflega átti að opna 17. júní í sumar. Framkvæmdir stöðvuðust í kjölfar þess að verktakar fengu ekki greitt en fljótlega var ákveðið að halda áfram og samningar voru gerðir við bankann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×