Innlent

Togari á leið í brotajárn sökk

Myndin tengist ekki þessari frétt.
Myndin tengist ekki þessari frétt.

Gamall 250 tonna togari, sem síðast hét Guðrún Björg, sökk í nótt þegar togarinn Gréta, sem áður hét Margrét, var að draga hana mannlausa til Aberdeen í Skotlandi, þar sem hún átti að fara í brotajárn.

Skipin, sem fóru frá Hafnarfirði fyrir tæpri viku áttu aðeins 45 mílur ófarnar til áfangastaðar þegar Guðrún Björg sök á skammri stundu. Engin olía var í skipinu og á enga mengun að leggja frá flakinu. Skipverjar á Grétu rufu dráttartaugina og hélt skipið áfram til Aberdeen, þar sem hún verður rifin í bortajárn. Engin hætta skapaðist um borð í Grétu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×