Innlent

Frumvarp um rannsóknarnefnd kynnt í þingflokkum

Samkomulag virðist hafa náðst á meðal formanna stjórnmálaflokkanna um frumvarp sem gefur heimild til að skipa sérstaka rannsóknarnefnd sem rannsaka á bankahrunið og aðdragandann að því. Valgerður Sverrisdóttir, formaður Framsóknarflokksins segir að málið hafi verið kynnt í þingflokkum flokkanna í dag en hún vildi ekki ræða um efni frumvarpsins því hún væri enn bundin trúnaði. Þinglokkar hittust nú síðdegis.

Morgunblaðið segir frá því á vef sínum að nefndin verði skipuð fjórum einstaklingum. Hæstiréttur skipar einn, umboðsmaður Alþingis tvo og forsætisnefnd Alþingis skipar sérstakan sérfræðing í efnahagsmálum. Þá segir að unnt verði að skipa vinnuhópa og undinefndir til að skoða betur einstaka þætti rannsóknarinnar.

Samkvæmt mbl mun nefndin fá víðtækar heimildir til þess að kynna sér fjármögnun bankanna, útlánastefnu, eignarhald, tengsl við atvinnulífið og fjármagnsflutninga frá landinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×