Innlent

Vísitala framleiðsluverðs hækkar á milli mánaða

Vísitala framleiðsluverðs í október 2008 var 186,9 stig (4. fjórðungur 2005 = 100) og hækkaði um 12,7% frá september. Vísitala framleiðsluverðs fyrir sjávarafurðir var 226,0 stig, sem er hækkun um 20,3% (vísitöluáhrif 6,5%) frá fyrri mánuði og vísitala fyrir stóriðju var 249,1 stig, hækkaði um 14,7% (4,1%). Vísitalan fyrir matvæli hækkaði um 3,4% frá september (0,6%) og vísitala fyrir annan iðnað hækkaði um 6,3% (1,5%).

Vísitala framleiðsluverðs fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innanlands hækkaði um 3,1% (1,1%) milli mánaða en fyrir útfluttar afurðir hækkaði hún um 17,8% (11,6%).

Verðvísitölur eru nú birtar í fyrsta sinn fyrir ferskar afurðir steinbíts og þorsks aftur til mars 2007 og fyrir ferska ýsu aftur til nóvember 2007.

Frá október 2007 hefur vísitala framleiðsluverðs hækkað um 61,4% og verðvísitala sjávarafurða um 80,4%. Á sama tíma hafa afurðir stóriðju hækkað um 101,5% en matvælaverð um 19,2%.

Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×