Innlent

Nýtt umhverfismat ef stækka á í Helguvík

Þórunn Sveinbjarnardóttir
Þórunn Sveinbjarnardóttir

Fara verður í nýtt umhverfismat ef stækka á álverið í Helguvík að sögn umhverfisráðherra. Forstjóri Norðuráls fundaði með ráðherra í morgun vegna málsins.

Norðurál hefur óskað eftir því að fá stækka álverið í Helguvík úr 250 þúsund tonnum í 360 þúsund tonn. Miðað er við að Álverið verið byggt upp í fjórum nítíu þúsund tonna áföngum, fyrsti áfanginn gangsettur árið 2011 og sá síðasti 2014.

Skiptar skoðanir eru innan ríkisstjórnarinnar um málið þá fyrst og fremst meðal ráðherra samfylkingarinnar.

Forstjóri Norðuráls fundaði með Þórunni Sveinbjarnardóttur, umhverfisráðherra, í morgun en fyrir fundinn var ráðherra ekki búinn að mynda sér skoðun á málinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×