Innlent

Ísland er sökkvandi eyja (myndband)

Meðal annars er rætt um mótmælin í innslaginu.
Meðal annars er rætt um mótmælin í innslaginu. MYND/DANÍEL RÚNARSSON

Fréttamaður frá Journeyman Pictures sem er breskur miðill á netinu kom hingað til lands og vann innslag um efnahagsástandið hér á landi. Innslagið ber heitið „Sökkvandi eyja" og er rætt við ýmsa úr íslensku þjóðfélagi.

Meðal annars er rætt við Geir Jón Þórisson hjá lögreglunni sem talar um mótmælin sem verið hafa á Austurvelli. Einnig er rætt við barþjón í Reykjavík sem segir viðskiptavinum barsins hafa fjölgað í kjölfar hruns bankanna. Hann segir suma koma og fá sér bjór og tala um að ekki sé bjart framundan.

Einnig er rætt við atvinnulausan bankamann sem segir framtíðina ekki bjarta í sínum geira þar sem hátt í þúsund bankamenn leiti sér nú að vinnu. Bílasali ræðir um 95% samdrátt í bílaviðskiptum. Sagt er að ísland sé það land sem hafi farið hvað verst út úr kreppunni sem nú vofir yfir heiminum.

Séra Pálmi Matthíasson er einnig í viðtali en hann hefur haft í mörgu að snúast undanfarnar vikur. Hann segir græðgina hafa verið allsráðandi í samfélaginu en nú verði íslendignar að standa saman og safna styrk til þess að rísa upp aftur.

Hægt er að sjá myndbandið hér.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×