Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 21:26 Það var mjög erfitt að fjarlægja límmiðana, segja forsvarsmenn fyrirtækisins. Samsett Mynd Starfsmönnum í raftækjaversluninni Ormsson brá heldur í brún þegar þeir mættu í vinnuna í morgun þar sem aðgerðarsinnar höfðu klínt límmiðum á inngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Ormsson er ekki einu sinni í viðskiptum við Rapyd, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, sem eru ekki sáttir við óverknaðinn og segja það hafa verið mjög erfitt að fjarlægja „óþverra límmiðana“. Frá þessu er greint í tilkynningu sem Ormsson sendir út í gegnum ráðgjafafyrirtæki. Þar segir að aðkoman að Ormsson í Lágmúla hafi verið fremur óskemmtileg þegar starfsfólk mætti til vinnu í morgun. Búið var að líma fjölda svartra límmiða á glugga og hurðir við aðalinngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Á myndskeiði sem fyrirtækið sendi má sjá um tíu slíka límmiða við innganginn að Ormsson en fyrirtækið birti einnig myndskeið af sökudólgunum þar sem þeir náðust á öryggismyndavél. Ormsson er ekki í viðskiptum við Rapyd, að því er fram kemur í tilkynningunni frá Ormsson. Þar er enn fremur bent á að fyrirtækið sé ranglega tilgreint á vefsíðunni hirdir.is, sem geymir upplýsingar um meinta viðskiptavini Rapyd. Aðgerðarsinnar hafa síðustu misseri klínt slíkum límmiðum á verslanir sem notast við ísraelska færsluhirðinn, sem haslaði sér völl hér á landi þegar hann keypti Valitor 2018. Færsluhirðirinn er vægast sagt í litlu uppáhaldi meðal íslenskra stuðningsmanna Palestínu, einkum vegna þess að forstjóri Rapyd lýsti árið 2023 yfir stuðningi fyrirtækisins við Ísrael í stríðinu á Gasaströndinni þar sem ríflega 60 þúsund Palestínumenn hafa fallið í valinn að sögn yfirvalda þar. Límmiðarnir sýna einnig rauða slettu, sem á væntanlega að tákna blóð, yfir nafni fyrirtækisins og eru greinilega til þess fallnir að fæla burt viðskiptavini. Haft er eftir Skúla Oddgeirssyni, aðstoðarverslunarstjóra Ormssonar í Lágmúla, að gerendurnir hafi náðst á upptökuvél sem staðsett er í versluninni. Um hafi verið að ræða þrjá einstaklinga sem hafi ekið að húsinu á rauðum smábíl laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Starfsfólk Ormsson hafi nú þegar afmáð verksummerkin en að sögn Skúla var erfitt að losa þessa „óþverra límmiða“. Ísrael Verslun Palestína Fjármálafyrirtæki Reykjavík Greiðslumiðlun Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu sem Ormsson sendir út í gegnum ráðgjafafyrirtæki. Þar segir að aðkoman að Ormsson í Lágmúla hafi verið fremur óskemmtileg þegar starfsfólk mætti til vinnu í morgun. Búið var að líma fjölda svartra límmiða á glugga og hurðir við aðalinngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Á myndskeiði sem fyrirtækið sendi má sjá um tíu slíka límmiða við innganginn að Ormsson en fyrirtækið birti einnig myndskeið af sökudólgunum þar sem þeir náðust á öryggismyndavél. Ormsson er ekki í viðskiptum við Rapyd, að því er fram kemur í tilkynningunni frá Ormsson. Þar er enn fremur bent á að fyrirtækið sé ranglega tilgreint á vefsíðunni hirdir.is, sem geymir upplýsingar um meinta viðskiptavini Rapyd. Aðgerðarsinnar hafa síðustu misseri klínt slíkum límmiðum á verslanir sem notast við ísraelska færsluhirðinn, sem haslaði sér völl hér á landi þegar hann keypti Valitor 2018. Færsluhirðirinn er vægast sagt í litlu uppáhaldi meðal íslenskra stuðningsmanna Palestínu, einkum vegna þess að forstjóri Rapyd lýsti árið 2023 yfir stuðningi fyrirtækisins við Ísrael í stríðinu á Gasaströndinni þar sem ríflega 60 þúsund Palestínumenn hafa fallið í valinn að sögn yfirvalda þar. Límmiðarnir sýna einnig rauða slettu, sem á væntanlega að tákna blóð, yfir nafni fyrirtækisins og eru greinilega til þess fallnir að fæla burt viðskiptavini. Haft er eftir Skúla Oddgeirssyni, aðstoðarverslunarstjóra Ormssonar í Lágmúla, að gerendurnir hafi náðst á upptökuvél sem staðsett er í versluninni. Um hafi verið að ræða þrjá einstaklinga sem hafi ekið að húsinu á rauðum smábíl laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Starfsfólk Ormsson hafi nú þegar afmáð verksummerkin en að sögn Skúla var erfitt að losa þessa „óþverra límmiða“.
Ísrael Verslun Palestína Fjármálafyrirtæki Reykjavík Greiðslumiðlun Mest lesið Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Innlent „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Erlent Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Innlent Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Erlent Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Innlent Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Innlent Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Innlent Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Innlent Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Innlent Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Innlent Fleiri fréttir Pallborðið: Aðstoðarmenn, bæjarstjóri og viðskiptafræðingur Viðreisnarfélögum fjölgað um helming fyrir prófkjör Afi fór ekki yfir strikið með meintri rassskellingu Guðjón endurkjörinn og Simon líka Mannabreytingar samráðsfunda eins og tiltekt á jólakortalista Óttast vaxtahækkanir vegna sleggjunnar sem stjórnvöld „fengu í trýnið“ Verðbólgan eykst en loðnan gleður Bein útsending: Opinn fundur um áfallaþol Íslands Sakar mótframbjóðanda um trúnaðarbrest og kallar eftir prófkjöri Leigubílar verði á lituðum númeraplötum Alltaf til í slaginn en vonar að samningar haldi Vísar ásökunum um óeðlileg afskipti í kosningabaráttu á bug Sveitarstjóra ekki heimilt að banna hundahald Rannsaka innbrot á veitingastað og þjófnað í skartgripaverslun Hljóp inn í brennandi byggingu til að bjarga nágrannanum Hátt í sjötíu ár síðan það snjóaði eins lítið Spyr hvort ekki sé tími á að Palestínumenn snúi aftur í friðinn heima Hvort myndu þau hringja fyrst til baka í Pétur eða Hildi? 28 prósent Selfyssingar: „Eitthvað í mjólkinni eða smjörinu“ Erlendir aðilar reyni að hafa vit fyrir Íslendingum Óttast að útlendingafrumvarpið þjóni ekki tilgangi sínum Sigurvíma, hópuppsögn og auðar brekkur Boðuð í þingsal á versta tíma: „Brynjar, þú ert nú meiri gaurinn!“ Elísabet tekur tímabundið við embætti landlæknis Ákærður fyrir að taka son sinn hálstaki Metaðsókn í starfsendurhæfingu Óvissa um framboð bæði Írisar og listans Konan enn þungt haldin Leiðir samningaviðræðurnar við bændur Helgi Bjartur einnig ákærður fyrir vændiskaup Sjá meira