Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Agnar Már Másson skrifar 1. ágúst 2025 21:26 Það var mjög erfitt að fjarlægja límmiðana, segja forsvarsmenn fyrirtækisins. Samsett Mynd Starfsmönnum í raftækjaversluninni Ormsson brá heldur í brún þegar þeir mættu í vinnuna í morgun þar sem aðgerðarsinnar höfðu klínt límmiðum á inngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Ormsson er ekki einu sinni í viðskiptum við Rapyd, að sögn forsvarsmanna fyrirtækisins, sem eru ekki sáttir við óverknaðinn og segja það hafa verið mjög erfitt að fjarlægja „óþverra límmiðana“. Frá þessu er greint í tilkynningu sem Ormsson sendir út í gegnum ráðgjafafyrirtæki. Þar segir að aðkoman að Ormsson í Lágmúla hafi verið fremur óskemmtileg þegar starfsfólk mætti til vinnu í morgun. Búið var að líma fjölda svartra límmiða á glugga og hurðir við aðalinngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Á myndskeiði sem fyrirtækið sendi má sjá um tíu slíka límmiða við innganginn að Ormsson en fyrirtækið birti einnig myndskeið af sökudólgunum þar sem þeir náðust á öryggismyndavél. Ormsson er ekki í viðskiptum við Rapyd, að því er fram kemur í tilkynningunni frá Ormsson. Þar er enn fremur bent á að fyrirtækið sé ranglega tilgreint á vefsíðunni hirdir.is, sem geymir upplýsingar um meinta viðskiptavini Rapyd. Aðgerðarsinnar hafa síðustu misseri klínt slíkum límmiðum á verslanir sem notast við ísraelska færsluhirðinn, sem haslaði sér völl hér á landi þegar hann keypti Valitor 2018. Færsluhirðirinn er vægast sagt í litlu uppáhaldi meðal íslenskra stuðningsmanna Palestínu, einkum vegna þess að forstjóri Rapyd lýsti árið 2023 yfir stuðningi fyrirtækisins við Ísrael í stríðinu á Gasaströndinni þar sem ríflega 60 þúsund Palestínumenn hafa fallið í valinn að sögn yfirvalda þar. Límmiðarnir sýna einnig rauða slettu, sem á væntanlega að tákna blóð, yfir nafni fyrirtækisins og eru greinilega til þess fallnir að fæla burt viðskiptavini. Haft er eftir Skúla Oddgeirssyni, aðstoðarverslunarstjóra Ormssonar í Lágmúla, að gerendurnir hafi náðst á upptökuvél sem staðsett er í versluninni. Um hafi verið að ræða þrjá einstaklinga sem hafi ekið að húsinu á rauðum smábíl laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Starfsfólk Ormsson hafi nú þegar afmáð verksummerkin en að sögn Skúla var erfitt að losa þessa „óþverra límmiða“. Ísrael Verslun Palestína Fjármálafyrirtæki Reykjavík Greiðslumiðlun Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu sem Ormsson sendir út í gegnum ráðgjafafyrirtæki. Þar segir að aðkoman að Ormsson í Lágmúla hafi verið fremur óskemmtileg þegar starfsfólk mætti til vinnu í morgun. Búið var að líma fjölda svartra límmiða á glugga og hurðir við aðalinngang verslunarinnar sem á stóð „Rapyd styður þjóðarmorð“. Á myndskeiði sem fyrirtækið sendi má sjá um tíu slíka límmiða við innganginn að Ormsson en fyrirtækið birti einnig myndskeið af sökudólgunum þar sem þeir náðust á öryggismyndavél. Ormsson er ekki í viðskiptum við Rapyd, að því er fram kemur í tilkynningunni frá Ormsson. Þar er enn fremur bent á að fyrirtækið sé ranglega tilgreint á vefsíðunni hirdir.is, sem geymir upplýsingar um meinta viðskiptavini Rapyd. Aðgerðarsinnar hafa síðustu misseri klínt slíkum límmiðum á verslanir sem notast við ísraelska færsluhirðinn, sem haslaði sér völl hér á landi þegar hann keypti Valitor 2018. Færsluhirðirinn er vægast sagt í litlu uppáhaldi meðal íslenskra stuðningsmanna Palestínu, einkum vegna þess að forstjóri Rapyd lýsti árið 2023 yfir stuðningi fyrirtækisins við Ísrael í stríðinu á Gasaströndinni þar sem ríflega 60 þúsund Palestínumenn hafa fallið í valinn að sögn yfirvalda þar. Límmiðarnir sýna einnig rauða slettu, sem á væntanlega að tákna blóð, yfir nafni fyrirtækisins og eru greinilega til þess fallnir að fæla burt viðskiptavini. Haft er eftir Skúla Oddgeirssyni, aðstoðarverslunarstjóra Ormssonar í Lágmúla, að gerendurnir hafi náðst á upptökuvél sem staðsett er í versluninni. Um hafi verið að ræða þrjá einstaklinga sem hafi ekið að húsinu á rauðum smábíl laust fyrir miðnætti í gærkvöldi. Starfsfólk Ormsson hafi nú þegar afmáð verksummerkin en að sögn Skúla var erfitt að losa þessa „óþverra límmiða“.
Ísrael Verslun Palestína Fjármálafyrirtæki Reykjavík Greiðslumiðlun Mest lesið Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Innlent Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Innlent Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Erlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Fleiri fréttir Sex slasaðir eftir árekstur á Jökuldalsheiði Jón biðst innilegrar afsökunar á umræðu um Grindavík Dómstólar neita Jóni Óttari um að fá afhenta haldlagða muni Ákærðar fyrir að auglýsa vændi en kaupendurnir ekki Einum veittir stunguáverkar og annar varð fyrir hópárás „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum