Innlent

Telur að Ísland og Noregur sæki fljótlega um ESB aðild

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands.
Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finnlands.

Matti Vanhanen, forsætisráðherra Finna, segir að hann sé sannfærður um að Ísland og Noregur myndu gerast aðilar að Evrópusambandinu í náinni framtíð. Þetta sagði forsætisráðherrann á ráðstefnu um framtíð Barentshafisins, sem haldin var í Oulu háskólanum í dag. Ráðherrann sagði að ríkin tvö ættu ekki í neinum vandræðum með að uppfylla skilyrði Evrópusambandsaðildar og að hann myndi styða ríkin ef þau sæktu um inngöngu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×