Innlent

Kærleikskúlan afhent í sjötta sinn

Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra afhendir Kærleikskúluna svokölluðu í sjötta sinn núna klukkan 11. Það er Magnús Geir Þórðarson Borgarleikhússtjóri sem afhendir kúluna en styrktarfélagið gefur ekki upp fyrr en í athöfninni sjálfri hverjum þessi viðurkenning fellur í skaut.

Í fréttatilkynningu segir þó að þar sé um að ræða hóp sem segja má að hafi opnað nýja vídd á Íslandi en hópurinn iðkar list sína á forsendum hvers og eins. Kærleikskúlan 2008 kallast „Allt sem andann dregur" og búin til af Gjörningaklúbbnum. Afhending kúlunnar fer fram í Listasafni Reykjavíkur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×