Innlent

Þórunn ræðir við Norðurálsmenn

Fulltrúar Norðuráls gengu í morgun á fund Þórunnar Sveinbjarnardóttur umhverfisráðherra. Hvorugur aðili vildi að loknum fundi tjá sig um efni hans en talið er víst að Norðurálsmenn hafi þar kynnt óskir sínar um að reisa mun stærra álver í Helguvík en þegar hefur verið heimilað. Málið þykir viðkvæmt innan Samfylkingarinnar, enda kalla áform Norðurálsmanna á miklar og umdeildar virkjanaframkvæmdir.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×