Innlent

Óku á ljósastaur á Akureyri

Tvær stúlkur sluppu nær ómeiddar þegar bíll þeirra lenti á ljósastaur í Merkigili á Akureyri á tólfta tímanum í gærkvöldi og valt á hliðina.

Staurinn bortnaði og bíllinn skemmdist mikið en stúlkurnar voru útskrifaðar af bráðamóttöku sjúkrahússins að aðhlynningu lokinni. Tildrög slyssins liggja ekki fyrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×