Innlent

Segir virðingu Alþingis bíða hnekki

Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.
Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar.

Það grefur undan virðingu Alþingis að vera ekki búið að koma frá sér lögum um sjálfstæða rannsóknarnefnd sem getur starfað á vegum þingsins og rannsakað hvað fór aflaga í aðdraganda bankahrunsins. Þetta sagði Árni Páll í umræðum um störf þingsins við upphaf þingfundar í dag. Árni Páll sagði að virðing Alþingis væri háð því að þetta mál kæmist í farveg. Á meðan gangi um sögur sem hafi áhrif á tiltrú fólks, bæði i viðskiptalífi og í stjórnmálalífi.

Árni Páll sagði að málið væri búið að liggja of lengi á borði formanna flokkanna. Þingmenn yrðu að skynja ábyrgð í þessu máli og veita framkvæmdarvaldinu aðhald.

Dómsmálaráðherra hefur þegar mælt fyrir frumvarpi um sérstakan saksóknara, sem ætlað er að rannsaka mál sem kunna að vera saknæm. Árni Páll varaði við þeirri hugmynd að þetta tiltekna embætti myndi leysa allan vanda og gefa fullkomna yfirsýn yfir allt það sem aflaga hafi farið. Þingið yrði að afgreiða lög um sjálfstæða rannsóknarnefnd.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×