Innlent

Gagnrýnir áform um tvöfaldan Suðurlandsveg

Formaður Evrópusamtaka um öryggi vega gagnrýnir íslensk stjórnvöld fyrir að ætla að leggja tvíbreiða hraðbraut milli Reykjavíkur og Selfoss þegar rannsóknir sýni að tveir plús einn vegir séu þeir öruggustu í heimi.'

Meðal ræðumanna á Umferðarþingi í dag var formaður Evrópusamtaka um öryggi vega, en samtökin vinna með stjórnvöldum að því markmiði að vegir séu hannaðir til að tryggja sem mest umferðaröryggi. Hann gagnrýnir þau áform að leggja tvo plús tvo veg austur á Selfoss.

Hann segir að til þess að réttlæta tvo plús tvo veg þurfi umferðin aða vera minnst 15 til 20 þúsund bílar á dag en umferð um Suðurlandsveg er nú um eða inn við helmingur þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×