Innlent

Jónas Ingi og Tindur ljúka afplánun vegna eldri mála

Fíkniefnaverksmiðjan var vel tækjum búin.
Fíkniefnaverksmiðjan var vel tækjum búin.

Þeir Jónas Ingi Ragnarsson og Tindur Jónson, sem grunaðir eru um að hafa staðið fyrir umfangsmikilli fíkniefnaframleiðslu í Hafnarfirði, hafa hafið afplánun vegna annara mála. Gæsluvarðhald yfir mönnunum átti að renna út á morgun en Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu krafðist þess að þær hæfu afplánun á eftirstöðvum eldri dóma.

Á það féllst Héraðsdómur Reykjaness í dag. Jónas Ingi á 300 daga eftir af afplánun sinni en hann var dæmdur fyrir aðild sína að líkfundarmálinu svokallaða. Tindur á 1080 daga eftir af sínum dómi en hann var sakfelldur fyrir alvarlega líkamsárás. Tindur hefur kært úrskurðinn til Hæstaréttar.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni þar sem þess er einnig getið að rannsókn á fíkniefnamálinu í Hafnarfirði miði vel.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×