Innlent

Hnífstungumaður í gæsluvarðhald

Piltur um tvítugt hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 3. desember að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og er það gert á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni.

„Málsatvik eru þau að karl um fertugt var stunginn með hnífi við Hlemm um hálfsjöleytið í gærkvöld. Hann náði sjálfur að fara á lögreglustöðina sem er handan götunnar og leita eftir aðstoð," segir í tilkynningunni. „Árásarmaðurinn, sem er áðurnefndur piltur, fór af vettvangi en hann var síðar handtekinn í miðborginni.

Árásarþolinn var fluttur á slysadeild en hann var með áverka á tveimur stöðum. Maðurinn er ekki í lífshættu. Nokkur vitni voru að árásinni," segir ennfremur í tilkynningunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×