Innlent

Forsætisráðherra býst við aukinni alþjóðlegri kreppu

Geir Haarde forsætisráðherra.
Geir Haarde forsætisráðherra.
Geir Haarde segist ekki hafa séð það fyrir að lausafjárkreppan myndi breytast í efnahagslegu heimskreppu. Hann útilokar ekki að alþjóðleg kreppa muni aukast enn meira á næstunni. Þetta kom fram í umræðum á Alþingi um eflingu gjaldeyrisvaraforðans.

„Mikið er ég feginn því að við Íslendingar erum að koma okkar málum í skjól, í samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn og okkar helstu vinaþjóðir, áður en þessi fellibylur ríður yfir önnur lönd," segir Geir H. Haarde forsætisráðherra. Hann sagði að önnur ríki myndu ekki hafa eins mikið aflögu til að lána Íslendingum ef efnahagsfellibylurinn myndi leggjast á þau af fullum þunga.

Geir sagðist efins um að það hefði verið grundvöllur fyrir því að óska eftir aðstoð frá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum fyrr á árinu. Hann telur að kjörin sem fengust á lánunum hefðu verið svipuð og ef um þau hefði verið sótt fyrr á árinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×