Fleiri fréttir Bjarni Harðar: Flokkseigendur vildu Framsókn áfram við völd Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir að áhrifamenn í flokknum hafi lagt mikla áherslu á að endurnýja samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn eftir síðustu kosningar. Jón Sigurðsson, þáverandi formaður flokksins lýsti því yfir á kosninganóttina að flokkurinn hlyti að víkja úr stjórn eftir tapið. 25.11.2008 20:11 Með milljarð inn á reikningnum sínum Almennur borgarstarfsmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan á föstudaginn geymdi allt að einn milljarð króna á bankareikningum sínum. Hann er talinn tengjast máli forstöðumanns verðbréfafyrirtæksins sem grunaður er um peningaþvætti og fjársvik. 25.11.2008 18:30 G. Pétur skilar upptökunni en viðtalið er enn aðgengilegt G. Pétur Matthíasson, fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur orðið við kröfu Páls Magnússsonar og skilað til hans viðtali sem hann tók á sínum tíma við Geir H. Haarde en birti ekki fyrr en á dögunum á heimasíðu sinni. 25.11.2008 18:05 Býst við að 300 fái störf við uppbyggingu í Straumsvík Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býst við að fjölmargir verkfræðingar og um 300 iðnaðarmenn fái störf við stækkun álversins í Straumsvík. Þá gerir hann sér vonir um að 1500-2000 störf verði til með uppbyggingu álvers í Helguvík. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. 25.11.2008 17:19 Dæmdir til að greiða 2,5 milljónir í bætur vegna árásar Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo menn til að greiða þeim þriðja samtals rúmlega 2,5 milljónir króna vegna líkamsárásar sem átti sér stað á nýársdag árið 2003. 25.11.2008 17:03 Segist ekki hafa ógnað starfsöryggi Helgu Völu Vísir sagði frá því fyrr í dag að Björn Bjarnason hefði tekið Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi útvarpskonu á beinið vegna umfjöllunar í Speglinum á Rás 2. Helga Vala greindi frá því á bloggsíðu sinni að Björn hefði eitt sinn hringt í sig en undir niðri hefði vissulega legið að hann hefði völd til þess að láta hana fara. Björn segist ekki minnast þessa atviks. 25.11.2008 16:39 Fjallað um skuldir og umsvif Jóns Ásgeirs í norska ríkissjónvarpinu Fjallað verður um Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformann Baugs, og skuldir fyrirtækja hans í þættinum Brennpunkt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Farið er yfir umsvif Jóns Ásgeirs á vef NRK þar sem vitnað er til orða Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að einn maður og fyrirtæki hans skuldi íslensku bönkunun þúsund milljarða króna. 25.11.2008 16:39 Óvíst hve mikið laun æðstu embættismanna lækka Formaður Kjararáðs, Guðrún Zoega, segir ekki mögulegt að segja til um strax hversu mikið laun æðstu embættismanna ríkisins gætu lækkað. Kjararáð fundaði í dag til þess að ræða bréf sem forsætisráðherra send um að launalækkun þeirra sem heyra undir ráðið "Við hittumst og fórum yfir þetta bréf frá forsætisráðherra," sagði Guðrún í samtali við Vísi. 25.11.2008 16:29 Segja kröfu um að norski hernaðarsérfræðingurinn víki Norska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum í dag að krafa sé um að Norðmaðurinn Björn Richard Johansen, ráðgjafi Geirs H. Haarde forsætisráðherra, víki. 25.11.2008 16:05 FME tryggi að hægt sé að rekja allar færslur gömlu bankanna Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ganga að því vísu að Fjármálaeftirlitið tryggi með störfum sínum að hægt sé að rekja allar færslur og öll viðskipti gömlu viðskiptabankanna. Þetta sagði hann í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 25.11.2008 15:14 AGS blandar sér ekki í stjórnmál á Íslandi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn blandi sér ekki í stjórnmál hér á landi og segir út í hött að halda því fram að sjóðurinn sé að leggja stein í götu lýðræðis á Íslandi. 25.11.2008 14:52 Dómari hafnaði kröfu um gæsluvarðhald Héraðsdómur hafnaði kröfu Ríkislögreglustjóra um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Friðjóni Þórðarsyni forstöðumanni hjá verðbréfamiðlun Virðingar. 25.11.2008 14:19 Óheimilt að lækka laun forseta Það er óheimilt að lækka laun forseta Íslands á miðju kjörtímabili hans, segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, 25.11.2008 13:55 Bíræfnir bátaþjófar handteknir Fimmtán manna Zodiac bát með stórum 4 strokka utanborðsmótor var stolið um miðjan september. Báturinn var geymdur í geymsluhúsnæði. 25.11.2008 13:22 Steingrímur: Ég held að Geir sé alveg ómarinn á öxlinni Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna hafnar því með öllu að hafa slegið til forsætisráðherra í umræðum á Alþingi í gær. „Nei nei, það er fjarri öllu lagi. 25.11.2008 13:09 Björn Bjarnason tók útvarpskonu á beinið Fyrrum útvarpskonan Helga Vala Helgadóttir segir frá því á bloggsíðu sinni þegar hún var tekin á beinið af Birni Bjarnasyni. Þá var hún einn af umsjónarmönnum Spegilsins og fékk símtal frá ráðherranum í gsm síma sinn. 25.11.2008 13:00 Síðasti dagur til að sækja um greiðslujöfnun fyrir desember Frestur til að sækja um greiðslujöfnuð á fasteignalán fyrir desembermánuð rennur út í dag. Eftir næstu mánaðamót þarf ósk um greiðslujöfnun að berast lánveitanda ekki síðar en ellefu dögum fyrir gjalddaga. 25.11.2008 12:45 Stjórnvöld standi vörð um velferðarþjónustu Stjórn Bandalags háskólamanna hvetur stjórnvöld til að standa vörð um velferðarþjónustu og menntun á erfiðum tímum. 25.11.2008 12:41 Kjararáð fundar um laun æðstu ráðamanna Kjararáð fundar í hádeginu vegna beiðni forsætisráðherra um að ráðið endurskoði launahækkanir embættis- og ráðamanna frá því í ágúst. Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í dag. 25.11.2008 12:15 Kosningar gætu sett lánafyrirgreiðslur í uppnám Alþingiskosningar gætu sett lánafyrirgreiðslur til Íslands í uppnám að mati forsætisráðherra. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þó ekki sett nein skilyrði hvað kosningar varðar. 25.11.2008 12:00 Ósáttir iðnaðarmenn rífa niður verðmæti úr björgunarmiðstöð Nokkuð hefur gustað í kringum opnun á nýrri björgunarmiðstöð á Selfossi sem upphaflega átti að opna 17. júní í sumar. Framkvæmdir stöðvuðust í kjölfar þess að verktakar fengu ekki greitt en fljótlega var ákveðið að halda áfram og samningar voru gerðir við bankann. 25.11.2008 11:29 Útvarpsstjóri hótar að senda lögfræðinga á G. Pétur Ríkisútvarpið mun leita réttar síns með aðstoð lögfræðinga, muni G. Pétur Matthíasson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, ekki skila gögnum sem hann tók í heimildarleysi frá RÚV innan sólarhrings og biðjast afsökunar á framferði sínu. 25.11.2008 11:22 Góð sala á mjólkurvörum í október Óvenjugóð sala var á mjólkurvörum í októbermánuði eftir því sem segir á vef Landssambands kúabænda. Þó er bent á að fólk hafi hamstrað slíkar vörur í lok október eftir að fregnir bárust af verðhækkunum 1. nóvember. 25.11.2008 11:15 Setja verklagsreglur um viðbrögð skóla við óveðri Verið er að leggja lokahönd á verklagsreglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs og munu þær gilda fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Reglurnar voru kynntar á fundi stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á föstudag en slökkviliðinu var falið að búa þær til í samvinnu við fræðsluyfirvöld. 25.11.2008 10:31 Þýskir innistæðureigendur Kaupþings þakka þjóðinni fyrir velvild Hópur Þjóðverja, sem átti innistæður á reikningum Kaupþing Edge í Þýskalandi, hefur sent opið þakkarbréf til Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta og íslensku þjóðarinnar fyrir velvild í sinn garð. 25.11.2008 09:34 Teknir með fíkniefni við komuna til Eyja Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á um 14 grömm af amfetamíni, tvær e-töflur og eitt gramm af MDMA sem fundust í fórum manns sem kom með Herjólfi til Eyja á föstudag. 25.11.2008 09:12 Kastaði af sér vatni á lögreglustöð til að mótmæla handtöku Þau voru skrautleg málin sem rak á fjörur lögreglunnar í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. 25.11.2008 09:06 Handteknir fyrir innbrot í söluturn Lögregla handtók í nótt þrjá menn grunaða um innbrot í söluturn við Engihjalla í Reykjavík og í Bónusvídeó við Þönglabakka. 25.11.2008 07:09 Össur vill Þorvald Gylfason sem seðlabankastjóra Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra lýsti því yfir á borgarafundinum í kvöld að hann myndi vilja sjá Þorvald Gylfason á stóli seðlabankastjóra. Fjölmargar spurningar komu fram á fundinum og stakk einn fundargesturinn upp á því að valinkunnir menn tækju að sér stjórn landsins uns unnt verði að kjósa síðar. Hann stakk meðal annars upp á Þorvaldi, sem var á meðal frummælanda, til þess að skipa ráðherraliðið. 24.11.2008 21:53 Ríkisstjórnin brást og Seðlabankastjórn verður að víkja Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði var á meðal frummælenda á borgarafundinum í Háskólabíói. Þar sagði hann að ríkisstjórnin hefði brugðist á sínum tíma þegar ákveðið var að einkavæða bankana og menn handgengir stjórnvöldum fengu að kaupa þá án þess að hafa nokkra reynslu af bankarekstri. Seðlabankinn fékk einnig yfirhalningu hjá Þorvaldi og um miðbik ræðu sinnar krafðist hann þess að bankastjórnin víki. 24.11.2008 20:37 Troðfullt Háskólabíó - Flestir ráðherra mættir Háskólabíó er þéttsetið og komast miklu færri að en vilja inn í salinn. Klukkan átta hefst í bíóinu borgarafundur þar sem alþingismenn og fleiri embættismenn hvattir til að mæta og svara spurningum. Sex ráðherrar eru mættir og sitja þeir í pallborði á sviðinu. Anddyri hússins er einnig troðfullt en þar getur fólk fylgst með fundinum á sjónvarpsskjám. 24.11.2008 19:57 Vantrauststillagan felld Gengið var til atkvæða um tillögu stjórnarandstöðunnar um vantraust á ríkisstjórnina á Alþingi nú rétt í þessu og var tillagan felld með 42 atkvæðum á móti 18. 24.11.2008 18:59 Steingrímur: „Éttann sjálfur!“ Steingrímur J. Sigfússon formaður VG, brást ókvæða við þegar Björn Bjarnason sakaði hann um að standa í vegi fyrir því að nefnd verði skipuð til að rannsaka bankahrunið og ástæður þess. Steingrímur sakaði Björn um að fara með þvætting og að því búnu gekk hann að Geir Haarde og virtist ýta við honum þrívegis. 24.11.2008 18:30 LÍÚ hótar úrsögn úr SA vegna Evrópumála Landssamband íslenskra útvegsmanna mun segja sig úr Samtökum atvinnulífsins verði þeim beitt fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til félagsmanna í LÍÚ og Samtökum fiskvinnslustöðva í dag. 24.11.2008 16:42 Verjið velferðarkerfið Vel sóttur útifundur á Ingólfstorgi í dag samþykkti ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að beita öllum tiltækum ráðum til að verja velferðarkerfið sem byggt hefur verið upp af almenningi á undanförnum áratugum. 24.11.2008 21:33 Kraftaverk í Eyjafirði Vegfarendur sem björguðu með snarræði lífi meðvitundarlausrar konu í bíl á hvolfi í Eyjafjarðará eru taldir hafa sýnt mikið hugrekki við erfiðar aðstæður. Kraftaverk, segir þakklátur eiginmaður konunnar og lýsir eftir huldumanni í hópi bjargvættanna. 24.11.2008 18:44 Vísað frá hálftómum þingpöllum Sturla Jónsson, vörubílstjóri og mótmælandi segir að búið sé að loka þingpöllum fyrir gestum þrátt fyrir að nóg pláss sé á pöllunum. Hann segist hafa ætlað ásamt nokkrum félögum sínum að hlýða á umræðurnar um vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni en að þingverðir hafi svarað því til að fullt væri á pöllunum. Það stenst hins vegar ekki því samkvæmt heimildum Vísis er nóg pláss á pöllunum og aðeins um tíu áhorfendur þar inni núna. 24.11.2008 18:05 Vilja kyrrsetja eignir auðmanna þar til niðurstaða rannsóknar liggur fyrir Fjórir þingmenn vinstri - grænna hafa lagt fram frumvarp um breytingar á neyðarlögum stjórnvalda. 24.11.2008 17:30 Sex mánaða dómur fyrir árás með glerflösku Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa slegið annan mann í andlitið með glerflösku þannig að hann hlaut 3,5 sentímetra skurð upp af hægri augubrún. 24.11.2008 17:21 Nokkur hundruð manns mótmæla á Ingólfstorgi Talið er að nokkur hundruð manns séu saman komin á útifundi sem BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands standa fyrir á Ingólfstorgi. 24.11.2008 17:05 Björgvin og Darling ræddu aðallega um Icesave á fundi sínum Meginefni fundar Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, þann 2. september var að að æskilegt væri að færa Icesave-innstæðureikninga Landsbankans í London í breskt dótturfélag. 24.11.2008 16:50 Síbrotamaður í áframhaldandi gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir síbrotamanni sem dæmdur var til þriggja ára fangelsisrefsingar í lok síðasta mánaðar. 24.11.2008 16:34 Fá ekki launahækkun vegna vinnu við hættuleg efni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu fjögurra starfsmanna á veirudeild Landspítlans um eins launaflokks hækkun samkvæmt kjarasamningi vegna vinnu þeirra með hreinræktuð smitefni og eiturefni. 24.11.2008 16:28 Von á dómi Hæstaréttar vegna kynferðisbrotamáls Guðmundar í Byrginu Munnlegur málflutningur var í Hæstarétti í dag í máli ákæruvaldsins á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins, vegna kynferðisbrota hans. 24.11.2008 16:00 Umhverfisráðherra vill ekki kosningabaráttu á aðventunni Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir það ekki skynsamlega tillögu hjá stjórnarandstöðunni að ætla að nýta aðventuna í kosningabaráttu, eins og vantrauststillaga á ríkisstjórnina gengur út á. 24.11.2008 15:53 Sjá næstu 50 fréttir
Bjarni Harðar: Flokkseigendur vildu Framsókn áfram við völd Bjarni Harðarson, fyrrverandi þingmaður Framsóknarflokksins, segir að áhrifamenn í flokknum hafi lagt mikla áherslu á að endurnýja samstarfið við Sjálfstæðisflokkinn eftir síðustu kosningar. Jón Sigurðsson, þáverandi formaður flokksins lýsti því yfir á kosninganóttina að flokkurinn hlyti að víkja úr stjórn eftir tapið. 25.11.2008 20:11
Með milljarð inn á reikningnum sínum Almennur borgarstarfsmaður sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan á föstudaginn geymdi allt að einn milljarð króna á bankareikningum sínum. Hann er talinn tengjast máli forstöðumanns verðbréfafyrirtæksins sem grunaður er um peningaþvætti og fjársvik. 25.11.2008 18:30
G. Pétur skilar upptökunni en viðtalið er enn aðgengilegt G. Pétur Matthíasson, fyrrverandi fréttamaður á Ríkisútvarpinu, hefur orðið við kröfu Páls Magnússsonar og skilað til hans viðtali sem hann tók á sínum tíma við Geir H. Haarde en birti ekki fyrr en á dögunum á heimasíðu sinni. 25.11.2008 18:05
Býst við að 300 fái störf við uppbyggingu í Straumsvík Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra býst við að fjölmargir verkfræðingar og um 300 iðnaðarmenn fái störf við stækkun álversins í Straumsvík. Þá gerir hann sér vonir um að 1500-2000 störf verði til með uppbyggingu álvers í Helguvík. Þetta kom fram í svari hans við fyrirspurn Eyglóar Harðardóttur, þingmanns Framsóknarflokksins, á Alþingi í dag. 25.11.2008 17:19
Dæmdir til að greiða 2,5 milljónir í bætur vegna árásar Héraðsdómur Suðurlands hefur dæmt tvo menn til að greiða þeim þriðja samtals rúmlega 2,5 milljónir króna vegna líkamsárásar sem átti sér stað á nýársdag árið 2003. 25.11.2008 17:03
Segist ekki hafa ógnað starfsöryggi Helgu Völu Vísir sagði frá því fyrr í dag að Björn Bjarnason hefði tekið Helgu Völu Helgadóttur fyrrverandi útvarpskonu á beinið vegna umfjöllunar í Speglinum á Rás 2. Helga Vala greindi frá því á bloggsíðu sinni að Björn hefði eitt sinn hringt í sig en undir niðri hefði vissulega legið að hann hefði völd til þess að láta hana fara. Björn segist ekki minnast þessa atviks. 25.11.2008 16:39
Fjallað um skuldir og umsvif Jóns Ásgeirs í norska ríkissjónvarpinu Fjallað verður um Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformann Baugs, og skuldir fyrirtækja hans í þættinum Brennpunkt í norska ríkissjónvarpinu í kvöld. Farið er yfir umsvif Jóns Ásgeirs á vef NRK þar sem vitnað er til orða Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra um að einn maður og fyrirtæki hans skuldi íslensku bönkunun þúsund milljarða króna. 25.11.2008 16:39
Óvíst hve mikið laun æðstu embættismanna lækka Formaður Kjararáðs, Guðrún Zoega, segir ekki mögulegt að segja til um strax hversu mikið laun æðstu embættismanna ríkisins gætu lækkað. Kjararáð fundaði í dag til þess að ræða bréf sem forsætisráðherra send um að launalækkun þeirra sem heyra undir ráðið "Við hittumst og fórum yfir þetta bréf frá forsætisráðherra," sagði Guðrún í samtali við Vísi. 25.11.2008 16:29
Segja kröfu um að norski hernaðarsérfræðingurinn víki Norska ríkisútvarpið greinir frá því á vef sínum í dag að krafa sé um að Norðmaðurinn Björn Richard Johansen, ráðgjafi Geirs H. Haarde forsætisráðherra, víki. 25.11.2008 16:05
FME tryggi að hægt sé að rekja allar færslur gömlu bankanna Björn Bjarnason dómsmálaráðherra segist ganga að því vísu að Fjármálaeftirlitið tryggi með störfum sínum að hægt sé að rekja allar færslur og öll viðskipti gömlu viðskiptabankanna. Þetta sagði hann í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag. 25.11.2008 15:14
AGS blandar sér ekki í stjórnmál á Íslandi Geir H. Haarde forsætisráðherra segir að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn blandi sér ekki í stjórnmál hér á landi og segir út í hött að halda því fram að sjóðurinn sé að leggja stein í götu lýðræðis á Íslandi. 25.11.2008 14:52
Dómari hafnaði kröfu um gæsluvarðhald Héraðsdómur hafnaði kröfu Ríkislögreglustjóra um gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Friðjóni Þórðarsyni forstöðumanni hjá verðbréfamiðlun Virðingar. 25.11.2008 14:19
Óheimilt að lækka laun forseta Það er óheimilt að lækka laun forseta Íslands á miðju kjörtímabili hans, segir Eiríkur Tómasson lagaprófessor. Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, 25.11.2008 13:55
Bíræfnir bátaþjófar handteknir Fimmtán manna Zodiac bát með stórum 4 strokka utanborðsmótor var stolið um miðjan september. Báturinn var geymdur í geymsluhúsnæði. 25.11.2008 13:22
Steingrímur: Ég held að Geir sé alveg ómarinn á öxlinni Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna hafnar því með öllu að hafa slegið til forsætisráðherra í umræðum á Alþingi í gær. „Nei nei, það er fjarri öllu lagi. 25.11.2008 13:09
Björn Bjarnason tók útvarpskonu á beinið Fyrrum útvarpskonan Helga Vala Helgadóttir segir frá því á bloggsíðu sinni þegar hún var tekin á beinið af Birni Bjarnasyni. Þá var hún einn af umsjónarmönnum Spegilsins og fékk símtal frá ráðherranum í gsm síma sinn. 25.11.2008 13:00
Síðasti dagur til að sækja um greiðslujöfnun fyrir desember Frestur til að sækja um greiðslujöfnuð á fasteignalán fyrir desembermánuð rennur út í dag. Eftir næstu mánaðamót þarf ósk um greiðslujöfnun að berast lánveitanda ekki síðar en ellefu dögum fyrir gjalddaga. 25.11.2008 12:45
Stjórnvöld standi vörð um velferðarþjónustu Stjórn Bandalags háskólamanna hvetur stjórnvöld til að standa vörð um velferðarþjónustu og menntun á erfiðum tímum. 25.11.2008 12:41
Kjararáð fundar um laun æðstu ráðamanna Kjararáð fundar í hádeginu vegna beiðni forsætisráðherra um að ráðið endurskoði launahækkanir embættis- og ráðamanna frá því í ágúst. Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í dag. 25.11.2008 12:15
Kosningar gætu sett lánafyrirgreiðslur í uppnám Alþingiskosningar gætu sett lánafyrirgreiðslur til Íslands í uppnám að mati forsætisráðherra. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur þó ekki sett nein skilyrði hvað kosningar varðar. 25.11.2008 12:00
Ósáttir iðnaðarmenn rífa niður verðmæti úr björgunarmiðstöð Nokkuð hefur gustað í kringum opnun á nýrri björgunarmiðstöð á Selfossi sem upphaflega átti að opna 17. júní í sumar. Framkvæmdir stöðvuðust í kjölfar þess að verktakar fengu ekki greitt en fljótlega var ákveðið að halda áfram og samningar voru gerðir við bankann. 25.11.2008 11:29
Útvarpsstjóri hótar að senda lögfræðinga á G. Pétur Ríkisútvarpið mun leita réttar síns með aðstoð lögfræðinga, muni G. Pétur Matthíasson, fyrrverandi fréttamaður á RÚV, ekki skila gögnum sem hann tók í heimildarleysi frá RÚV innan sólarhrings og biðjast afsökunar á framferði sínu. 25.11.2008 11:22
Góð sala á mjólkurvörum í október Óvenjugóð sala var á mjólkurvörum í októbermánuði eftir því sem segir á vef Landssambands kúabænda. Þó er bent á að fólk hafi hamstrað slíkar vörur í lok október eftir að fregnir bárust af verðhækkunum 1. nóvember. 25.11.2008 11:15
Setja verklagsreglur um viðbrögð skóla við óveðri Verið er að leggja lokahönd á verklagsreglur um viðbrögð þegar röskun verður á skólastarfi vegna óveðurs og munu þær gilda fyrir allt höfuðborgarsvæðið. Reglurnar voru kynntar á fundi stjórnar Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins á föstudag en slökkviliðinu var falið að búa þær til í samvinnu við fræðsluyfirvöld. 25.11.2008 10:31
Þýskir innistæðureigendur Kaupþings þakka þjóðinni fyrir velvild Hópur Þjóðverja, sem átti innistæður á reikningum Kaupþing Edge í Þýskalandi, hefur sent opið þakkarbréf til Tryggingarsjóðs innistæðueigenda og fjárfesta og íslensku þjóðarinnar fyrir velvild í sinn garð. 25.11.2008 09:34
Teknir með fíkniefni við komuna til Eyja Lögreglan í Vestmannaeyjum lagði hald á um 14 grömm af amfetamíni, tvær e-töflur og eitt gramm af MDMA sem fundust í fórum manns sem kom með Herjólfi til Eyja á föstudag. 25.11.2008 09:12
Kastaði af sér vatni á lögreglustöð til að mótmæla handtöku Þau voru skrautleg málin sem rak á fjörur lögreglunnar í Vestmannaeyjum á sunnudaginn. 25.11.2008 09:06
Handteknir fyrir innbrot í söluturn Lögregla handtók í nótt þrjá menn grunaða um innbrot í söluturn við Engihjalla í Reykjavík og í Bónusvídeó við Þönglabakka. 25.11.2008 07:09
Össur vill Þorvald Gylfason sem seðlabankastjóra Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra lýsti því yfir á borgarafundinum í kvöld að hann myndi vilja sjá Þorvald Gylfason á stóli seðlabankastjóra. Fjölmargar spurningar komu fram á fundinum og stakk einn fundargesturinn upp á því að valinkunnir menn tækju að sér stjórn landsins uns unnt verði að kjósa síðar. Hann stakk meðal annars upp á Þorvaldi, sem var á meðal frummælanda, til þess að skipa ráðherraliðið. 24.11.2008 21:53
Ríkisstjórnin brást og Seðlabankastjórn verður að víkja Þorvaldur Gylfason prófessor í hagfræði var á meðal frummælenda á borgarafundinum í Háskólabíói. Þar sagði hann að ríkisstjórnin hefði brugðist á sínum tíma þegar ákveðið var að einkavæða bankana og menn handgengir stjórnvöldum fengu að kaupa þá án þess að hafa nokkra reynslu af bankarekstri. Seðlabankinn fékk einnig yfirhalningu hjá Þorvaldi og um miðbik ræðu sinnar krafðist hann þess að bankastjórnin víki. 24.11.2008 20:37
Troðfullt Háskólabíó - Flestir ráðherra mættir Háskólabíó er þéttsetið og komast miklu færri að en vilja inn í salinn. Klukkan átta hefst í bíóinu borgarafundur þar sem alþingismenn og fleiri embættismenn hvattir til að mæta og svara spurningum. Sex ráðherrar eru mættir og sitja þeir í pallborði á sviðinu. Anddyri hússins er einnig troðfullt en þar getur fólk fylgst með fundinum á sjónvarpsskjám. 24.11.2008 19:57
Vantrauststillagan felld Gengið var til atkvæða um tillögu stjórnarandstöðunnar um vantraust á ríkisstjórnina á Alþingi nú rétt í þessu og var tillagan felld með 42 atkvæðum á móti 18. 24.11.2008 18:59
Steingrímur: „Éttann sjálfur!“ Steingrímur J. Sigfússon formaður VG, brást ókvæða við þegar Björn Bjarnason sakaði hann um að standa í vegi fyrir því að nefnd verði skipuð til að rannsaka bankahrunið og ástæður þess. Steingrímur sakaði Björn um að fara með þvætting og að því búnu gekk hann að Geir Haarde og virtist ýta við honum þrívegis. 24.11.2008 18:30
LÍÚ hótar úrsögn úr SA vegna Evrópumála Landssamband íslenskra útvegsmanna mun segja sig úr Samtökum atvinnulífsins verði þeim beitt fyrir inngöngu Íslands í Evrópusambandið. Þetta kemur fram í bréfi sem sent var til félagsmanna í LÍÚ og Samtökum fiskvinnslustöðva í dag. 24.11.2008 16:42
Verjið velferðarkerfið Vel sóttur útifundur á Ingólfstorgi í dag samþykkti ályktun þar sem skorað er á stjórnvöld að beita öllum tiltækum ráðum til að verja velferðarkerfið sem byggt hefur verið upp af almenningi á undanförnum áratugum. 24.11.2008 21:33
Kraftaverk í Eyjafirði Vegfarendur sem björguðu með snarræði lífi meðvitundarlausrar konu í bíl á hvolfi í Eyjafjarðará eru taldir hafa sýnt mikið hugrekki við erfiðar aðstæður. Kraftaverk, segir þakklátur eiginmaður konunnar og lýsir eftir huldumanni í hópi bjargvættanna. 24.11.2008 18:44
Vísað frá hálftómum þingpöllum Sturla Jónsson, vörubílstjóri og mótmælandi segir að búið sé að loka þingpöllum fyrir gestum þrátt fyrir að nóg pláss sé á pöllunum. Hann segist hafa ætlað ásamt nokkrum félögum sínum að hlýða á umræðurnar um vantrauststillögu á hendur ríkisstjórninni en að þingverðir hafi svarað því til að fullt væri á pöllunum. Það stenst hins vegar ekki því samkvæmt heimildum Vísis er nóg pláss á pöllunum og aðeins um tíu áhorfendur þar inni núna. 24.11.2008 18:05
Vilja kyrrsetja eignir auðmanna þar til niðurstaða rannsóknar liggur fyrir Fjórir þingmenn vinstri - grænna hafa lagt fram frumvarp um breytingar á neyðarlögum stjórnvalda. 24.11.2008 17:30
Sex mánaða dómur fyrir árás með glerflösku Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt karlmann í sex mánaða fangelsi, þar af þrjá mánuði skilorðsbundna, fyrir að hafa slegið annan mann í andlitið með glerflösku þannig að hann hlaut 3,5 sentímetra skurð upp af hægri augubrún. 24.11.2008 17:21
Nokkur hundruð manns mótmæla á Ingólfstorgi Talið er að nokkur hundruð manns séu saman komin á útifundi sem BSRB, Félag eldri borgara í Reykjavík, Landssamtökin Þroskahjálp og Öryrkjabandalag Íslands standa fyrir á Ingólfstorgi. 24.11.2008 17:05
Björgvin og Darling ræddu aðallega um Icesave á fundi sínum Meginefni fundar Björgvins G. Sigurðssonar viðskiptaráðherra og Alistair Darling, fjármálaráðherra Bretlands, þann 2. september var að að æskilegt væri að færa Icesave-innstæðureikninga Landsbankans í London í breskt dótturfélag. 24.11.2008 16:50
Síbrotamaður í áframhaldandi gæsluvarðhaldi Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir síbrotamanni sem dæmdur var til þriggja ára fangelsisrefsingar í lok síðasta mánaðar. 24.11.2008 16:34
Fá ekki launahækkun vegna vinnu við hættuleg efni Héraðsdómur Reykjavíkur hefur sýknað íslenska ríkið af kröfu fjögurra starfsmanna á veirudeild Landspítlans um eins launaflokks hækkun samkvæmt kjarasamningi vegna vinnu þeirra með hreinræktuð smitefni og eiturefni. 24.11.2008 16:28
Von á dómi Hæstaréttar vegna kynferðisbrotamáls Guðmundar í Byrginu Munnlegur málflutningur var í Hæstarétti í dag í máli ákæruvaldsins á hendur Guðmundi Jónssyni, fyrrverandi forstöðumanni Byrgisins, vegna kynferðisbrota hans. 24.11.2008 16:00
Umhverfisráðherra vill ekki kosningabaráttu á aðventunni Þórunn Sveinbjarnardóttir umhverfisráðherra segir það ekki skynsamlega tillögu hjá stjórnarandstöðunni að ætla að nýta aðventuna í kosningabaráttu, eins og vantrauststillaga á ríkisstjórnina gengur út á. 24.11.2008 15:53