Innlent

Telja ótækt að skerða framlög til Heilbrigðisstofnunar Suðurnesja

Bæjarráð Sandgerðisbæjar hefur miklar áhyggjur af sparnaðartillögum sem fram hafa komið varðandi rekstur Heilbrigðisstofnunar Suðurnesjar að undanförnu.

Bæjarráð telur nauðsynlegt að leiðrétta framlög til Heilbrigðisstofnunarinnar enda hefur ekki verið tekið tillit til mikillar íbúafjölgunar frá árinu 2005. Niðurskurður muni bitna harkalega á meðal annars skurðstofu Heilbrigðisstofnunarinnar.

Miðað við aðstæður í þjóðfélaginu telur bæjarráð ótækt að skerða framlög til heilbrigðisþjónustu á Suðurnesjum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×