Innlent

Umferðarljós við Bústaðaveg aftengd tímabundið á morgun

Vegna tengingar umferðarljósa á gatnamótum Bústaðavegar og Háaleitisbrautar verða ljósin tímabundið tekin úr sambandi frá klukkan hálftíu á morgun. Mögulegt er að einhver truflun verði á umferð. Öllum vinstri beygjum verður lokað því þær liggja þvert á gagnstæða umferð. Umferðarhraði verður takmarkaður við 30 km/klst og eru vegfarendur minntir á að virða umferðartakmarkanir og tímabundnar lokanir.

Mestur þungi morgunumferðar verður liðinn hjá þegar lokað verður klukkan hálftíu og hefur lögregla viðbúnað til að taka við umferðarstjórn þegar umferð tekur að þyngjast síðdegis. Strætó þarf að leggja lykkju á leið sína, en engar biðstöðvar falla út.

Framkvæmdin tengist miðlægri stýringu umferðarljósa í Reykjavík, eftir því sem fram kemur í tilkynningu frá borginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×