Innlent

Skerða þjónustu við deyjandi börn vegna hruns Kaupþings

Naomi House, sem rekur líknarstarfsemi fyrir deyjandi börn í Hampshire í Bretlandi, hefur ákveðið að hætta við heimaþjónustu sem til stóð að koma í gagnið. Ástæðan er sú að um 5,7 milljónir sterlingspunda, sem jafngildir um 1,2 milljörðum íslenskra króna, eru frosnar á bankareikningum eftir að Singer & Friedlander, dótturfyrirtæki Kaupþings, fór í þrot.

Stjórn Naomi House hittist í gærkvöld og tók samhljóða ákvörðun um að hætta við heimaþjónustuna, en Ray Kipling, framkvæmdastjóri, segir að önnur þjónusta muni ekki skerðast. „Við vorum í þann mun að fara að færa út kvíarnar með þessari þjónustu, veita fólki meiri þjónustu á heimilum þeirra, en nú verðum við að fresta því," sagði Kipling við breska ríkisútvarpið, BBC. Hann sagði að þetta ástand væri mjög ergilegt og að það þyrfti að þrýsta meira á stjórnvöld.

Khalid Azziz, stjórnarformaður Naomi House, sagði í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér að vegna aðstæðna, sem líknarsamtökin hefðu ekki skapað sér sjálf, væri ekki hægt að veita þá þjónustu sem venjulega væri veitt. Stjórnvöld gætu ekki liðið þetta ástand og þau þyrftu að tryggja að peningunum yrði skilað aftur.








Tengdar fréttir

Dauðvona börn líða fyrir hrun bankanna

Stjórn líknarsamtakanna Naomi House, í Hampshire í Bretlandi, hittist í kvöld til að ákveða hvort skera eigi niður þjónustu við dauðvona börn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×