Innlent

Rauk úr jólaskreytingu í Gullsmára

Slökkviliðið var kallað að Gullsmára á áttunda tímanum í morgun vegna reyks sem barst frá jólaskreytingu. Búið var að slökkva eldinn þegar slökkviliðið kom á staðinn og skemmdir reyndust ekki vera miklar.

Þá var slökkviliðið kallað að Leifsgötu á tíunda tímanum í morgun vegna kaldavatnsleka í einu húsinu þar. Loks var slökkviliðið kallað að húsi við Glæsibæ í morgun. Þar lék grunur á að kveiknað hefði í rafmagnstöflu en umsjónarmaður hússins hafði náð tökum á honum og aðstoð slökkviliðsins var því afturkölluð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×