Rúmlega hundrað sagt upp og verslunum lokað hjá Húsasmiðjunni 26. nóvember 2008 21:20 Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar. Húsasmiðjan hefur sagt upp rúmlega 100 starfsmönnum sínum og ákveðið hefur verið að loka tveimur verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundum í kvöld. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar segir ástandið á byggingavörumarkaði afar slæmt og að það eigi eftir að versna enn frekar. Hann segist þó vongóður um að Húsasmiðjan standi þetta af sér. „Við erum að bregast við miklum samdrætti í sölu á byggingavörum. Eftir að bankarnir hrundu brást fjármögnun til stórra verka. Það er farið að hafa áhrif á eftirspurn og það á bara eftir að versna," segir Steinn Logi og bætir við að gengisþróunin hafi einnig haft áhrif til hins verra á framlegð fyrirtækisins. Hann segir að um 20 prósentum starfsmanna hafi verið sagt upp. „Þetta eru hundrað fastir starfsmenn í fullu starfi en síðan verða einnig uppsagnir á fólki sem hefur verið í hlutastörfum þannig að ég hef metið það sem svo að þettu séu um fimmtán til tuttugu prósent starfsmanna sem við þurfum að segja upp þegar allt er talið," segir hann. „Aðgerðin felst í því að við erum að endurskipuleggja starfssemina á höfuðborgarsvæðinu. Við styrkjum verslanir okkar í Skútuvoginum og í Grafarholti en lokum tveimur öðrum, pípulagnadeildinni í Skútuvogi og verslun okkar í Ögurhvarfi. Við munum líka minnka starfssemina í Súðarvogi en efla timburdeildirnar í hinum verslununum." Hann segir engar launalækkanir fyrirhugaðar hjá Húsasmiðjunni fyrir utan að laun forstjóra og framkvæmdastjóra verði lækkuð. Steinn segir ástandið afar slæmt í þessum geira. „Þegar áhrifin af samdrætti í byggingariðnaði verða að fullu komin fram á næstu mánuðum mun ástandið bara versna. Ofan á það bætist að gengisáhættan er gífurleg og óvissan mikil. En ég held að við munum standa þetta af okkur og markmiðið með þessum aðgerðum er að gera það. En það munu ekki öll fyrirtæki standa þetta af sér, en við ætlum að vera eitt af þeim," segir Steinn Logi. Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira
Húsasmiðjan hefur sagt upp rúmlega 100 starfsmönnum sínum og ákveðið hefur verið að loka tveimur verslunum fyrirtækisins á höfuðborgarsvæðinu. Þetta var tilkynnt á starfsmannafundum í kvöld. Steinn Logi Björnsson, forstjóri Húsasmiðjunnar segir ástandið á byggingavörumarkaði afar slæmt og að það eigi eftir að versna enn frekar. Hann segist þó vongóður um að Húsasmiðjan standi þetta af sér. „Við erum að bregast við miklum samdrætti í sölu á byggingavörum. Eftir að bankarnir hrundu brást fjármögnun til stórra verka. Það er farið að hafa áhrif á eftirspurn og það á bara eftir að versna," segir Steinn Logi og bætir við að gengisþróunin hafi einnig haft áhrif til hins verra á framlegð fyrirtækisins. Hann segir að um 20 prósentum starfsmanna hafi verið sagt upp. „Þetta eru hundrað fastir starfsmenn í fullu starfi en síðan verða einnig uppsagnir á fólki sem hefur verið í hlutastörfum þannig að ég hef metið það sem svo að þettu séu um fimmtán til tuttugu prósent starfsmanna sem við þurfum að segja upp þegar allt er talið," segir hann. „Aðgerðin felst í því að við erum að endurskipuleggja starfssemina á höfuðborgarsvæðinu. Við styrkjum verslanir okkar í Skútuvoginum og í Grafarholti en lokum tveimur öðrum, pípulagnadeildinni í Skútuvogi og verslun okkar í Ögurhvarfi. Við munum líka minnka starfssemina í Súðarvogi en efla timburdeildirnar í hinum verslununum." Hann segir engar launalækkanir fyrirhugaðar hjá Húsasmiðjunni fyrir utan að laun forstjóra og framkvæmdastjóra verði lækkuð. Steinn segir ástandið afar slæmt í þessum geira. „Þegar áhrifin af samdrætti í byggingariðnaði verða að fullu komin fram á næstu mánuðum mun ástandið bara versna. Ofan á það bætist að gengisáhættan er gífurleg og óvissan mikil. En ég held að við munum standa þetta af okkur og markmiðið með þessum aðgerðum er að gera það. En það munu ekki öll fyrirtæki standa þetta af sér, en við ætlum að vera eitt af þeim," segir Steinn Logi.
Mest lesið Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Erlent Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Fleiri fréttir Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins Sjá meira