Fleiri fréttir Matvælaverð geti lækkað um allt að fjórðung með inngöngu í ESB Talið er að matvælaverð getið lækkað um allt að fjórðung hér á landi ef Íslendingar gengju í Evrópusambandið. Þetta sýnir rannsókn á vegum Evrópufræðasetursins við Háskólann við Bifröst sem unnin var fyrir Neytendasamtökin. 10.4.2008 15:35 Vegagerðin bætir merkingar á Reykjanesbraut Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa í dag komið fyrir súlum sem ætlað er að aðgreina akstursstefnur á Reykjanesbrautinni þar sem enn hefur ekki verið tvöfaldað. Tíð slys hafa verið á brautinni að undanförnu, síðast í gær þegar sex manns slösuðust í árekstri. 10.4.2008 15:23 Harmi sleginn yfir umferðarslysum Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist vera sleginn yfir þeim umferðarslysum sem hafi orðið á Reykjanesbraut að undanförnu. Í gærmorgun slösuðust sex manns í árekstri þar og er það sjöunda slysið á stuttum tíma. 10.4.2008 15:18 Spá allt að 30 prósenta lækkun á húsnæðisverði fram til loka árs 2010 Seðlabankinn spáir því að húsnæðisverð lækki um allt 30 prósent að raunvirði til loka ársins 2010 vegna lægri ráðstöfunartekna, þrenginga á lánamörkuðum og aukins framboðs á íbúðarhúsnæði. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Peningamála sem bankinn birti í dag. 10.4.2008 15:15 Vilja afturkalla sölu Fríkirkjuvegar 11 Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi vinstri grænna, lagði í dag fram tillögu þess efnis að borgarráð samþykki að leita leiða til að afturkalla sölu á fasteigninni Fríkirkjuvegi 11 þar sem komið hefði í ljós að nýr eigandi ætti erfitt með að nýta eignina án verulegra breytinga á Hallargarðinum, almenningseign Reykvíkinga. 10.4.2008 14:39 Amnesty í Færeyjum kannar einangrunarmál í færeyskum fangelsum Færeyjadeild Amnesty International hyggst kanna hversu mikið einangrun er nýtt sem úrræði í færeyskum fangelsum. 10.4.2008 14:16 Fötluð börn fá inni í frístundaklúbbum í sumar Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun þá tillögu borgarstjóra að tryggja fötluðum börnum á aldrinum 10-16 ára vist í frístundaklúbbum í sumar. 10.4.2008 13:44 Áhættan alltaf meiri í háhýsum Þegar eldsvoða verður vart í stórkostlegum háhýsum er ágæt regla að fólk tefji ekki við að fara út, að sögn Bjarna Kjartanssonar, sviðsstjóra hjá forvarnadeild Slökkviliðsins í Reykjavík. 10.4.2008 12:58 Ökumenn bera líka sjálfir ábyrgð Vísi hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Umferðarstofu: „Mikilvægt er að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir á framkvæmdasvæðum til að komið sé í veg fyrir að slys hljótist af mistökum ökumanna. 10.4.2008 12:51 Neytendastofa segir Tiguan geta lagt í stæði Neytendastofa sér ekki ástæðu til að aðhafast sérstaklega vegna kvörtunar B & Lyfir auglýsingu frá Heklu þar sem fullyrt var að Volkswagen Tiguan væri kraftmesti sportjeppinn og að bifreiðin gæti sjálf lagt í stæði. 10.4.2008 12:49 Kostnaður tónleikahaldara eykst um milljónir vegna gengisfalls Kostnaður tónleikahaldara hefur í sumum tilfellum aukist um milljónir króna vegna gengishruns íslensku krónunnar. Flestir þeirra hafa ákveðið að hækka ekki miðaverð á tónleikum sem búið var að auglýsa en einhverjir tónleikagestir þurfa þó að kafa dýpra í vasa sína. 10.4.2008 12:32 Eldri borgarar með 38% lægri tekjur Meðaltekjur hjóna yfir sjötugsaldri voru um 38% lægri en meðaltekjur allra hjóna árið 2006. 10.4.2008 12:25 Staða vegamálastjóra ekki auglýst á ný þrátt fyrir tilmæli Kristján Möller samgönguráðherra hyggst ekki draga auglýsingu sína um stöðu vegamálastjóra til baka og auglýsa á nýjan leik þrátt fyrir eindregin tilmæli Bandalags háskólamanna þar að lútandi. 10.4.2008 11:47 Ráðherra beitti sér ekki fyrir mildari framgöngu lögreglu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra beitti sér ekki sérstaklega í málum lögreglunnar í tengslum við mótmæli vörubílstjóra undanfarna daga. Þetta sagði hann á Alþingi í dag þegar hann svaraði fyrirspurn Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10.4.2008 11:40 Icelandair í viðræðum við Boeing vegna tafa á afhendingu véla Icelandair á í viðræðum við Boeing flugvélaverksmiðjurnar vegna tafa á afhendingu Boeing 787 Dreamliner flugvélanna. 10.4.2008 11:37 Íslendingar láta ekki deigan síga í pilluátinu Lyfjakostnaður hins opinbera jókst um 5% milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins. Eru helstu áhrif þessa meiri notkun lyfja almennt, tilfærsla yfir í notkun dýrari lyfja og áhrif gengis. 10.4.2008 11:20 Ráðuneytisstjóri til Írans á vegum stjórnvalda Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins fór til Írans fyrr á árinu á vegum íslenskra stjórnvalda til þess að greiða leið íslenskra fyrirtækja og vinna að hagsmunum Íslands í tengslum við framboð til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 10.4.2008 11:10 Segir einangrunartíma Íslendings í Færeyjum óviðunandi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðhrra segir það algörlega óviðunandi að maður sitji jafnlengi í einagrun og Íslendingur hefur gert í Færeyjum í tengslum við svokallað Pólstjörnumál. 10.4.2008 10:53 20 þúsund gætu fengið frítt í strætó en nýta sér það ekki Strætó bs. og Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands hafa framkvæmt ítarlegar mælingar í tengslum við verkefnið "frítt í strætó" fyrir námsmenn á framhalds- og háskólastigi. Í ljós kemur að farþegum hefur fjölgað um eina milljón á ársgrundvelli, er nú um 8,7 milljónir farþega og er aukningin nánast öll rakin til verkefnisins. 10.4.2008 10:50 Búsetuúrræði fyrir 20 heimilislausa Félags- og tryggingamálaráðuneytið og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa ákveðið að efna til samstarfs um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga. 10.4.2008 10:42 Í öndunarvél eftir bílslys Karlmanni er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir bílslys á Reykjanesbraut í gærmorgun. 10.4.2008 10:37 Um 12% hækkun á vísitölu þorskstofnsins Hafrannsóknarstofnun hefur birt niðurstöður úr vorrallinu sem lauk í síðasta mánuði. Fram kemur að heildarvísitala þorskstofnsins hefur hækkað um 12% frá fyrra ári. Vísitalan er samt lægri en árin 2002-2006. 10.4.2008 10:34 Forsetahjónin heimsækja Skagafjörð Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Skagafjarðar á mánudaginn kemur. 10.4.2008 10:29 Engin rafmagnsframleiðsla á Nesjavöllum í vikunni Engin rafmagnsframleiðsla hefur verið á Nesjavöllum síðan um helgina eftir að háspennustrengurinn frá Nesjavöllum brann yfir einhvers staðar á leiðinni til Reykjavíkur. 10.4.2008 07:06 Þungamiðja búsetu höfuðborgarinnar færist um 71 metra Þungamiðja búsetu höfuðborgarsvæðisins hefur færst um 71 metra í Fossvogi frá því í fyrra, eða frá Goðalandi 5 til Grundarlands 4. 10.4.2008 07:01 Rannsókn hafin á eldsupptökunum í turninum Rannsókn er hafin á upptökum eldsins sem kviknaði í tengibyggingu við turninn í Kópavoginum í gærkvöldi. 10.4.2008 06:53 Lögregluleit í klefa Guðbjarna Færeyska lögreglan gerði ítarlega leit í fyrrinótt í fangaklefa sem Guðbjarni Traustason Pólstjörnufangi dvaldi í í Færeyjum, meðan hann bar vitni í máli Íslendingsins sem nú er fyrir dómi vegna sama máls. 10.4.2008 00:01 Tugmilljónatjón hjá OR vegna bilunar í Nesjavallastreng Orkuveita Reykjavíkur horfir fram á tugmilljóna króna tjón eftir að háspennustrengurinn frá Nesjavöllum brann yfir einhvers staðar á leiðinni til Reykjavíkur um helgina. Talið er að atvikið megi rekja til bilunar í öðrum streng sem olli rafmagnsleysi í Grafarvogi, Mosfellsbæ og víðar á austurhluta höfuðborgarsvæðisins í síðustu viku. 9.4.2008 22:29 Búið að komast fyrir eldinn í tuninum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur að mestu náð að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp á annarri hæð í tengibyggingu við turninn í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld. 9.4.2008 22:46 Fór sjálfur niður af þakinu Maðurinn sem fór upp á þak á fjölbýlishúsi á Kleppsvegi og óttast var að myndi vinna sér mein er kominn niður. 9.4.2008 21:23 Slökkvilið að komast að eldinum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað að turninum í Kópavogi vegna elds sem kom upp á annari hæð tengibyggingar við hann. 9.4.2008 21:39 Segir þjónustutryggingu ýta undir kynbundinn launamun Fulltrúi Vinstri - grænna í leikskólaráði gefur lítið fyri hugmyndir meirihlutans um þjónustutryggingu fyrir þá foreldra sem bíða eftir að fá inni á leikskóla fyrir börnin sín. Hún segir ljóst að aðgerðirnar ýti undir kynbundinn launamun og segir ekkert eftirlit verða með hvernig greiðslum frá borginni verði varið. 9.4.2008 21:03 Viðbúnaður vegna manns á þaki á Kleppsvegi Lögregla og slökkvilið hafa verið kölluð að fjölbýlishúsi við Kleppsveg þar sem maður er uppi á þaki. 9.4.2008 20:42 Þungamiðja búsetu borgarinnar færist til um rúma 70 metra Þungamiðja búsetu höfuðborgarsvæðisins hefur færst um 71 metra í Fossvogi frá því í fyrra, eða frá Goðalandi 5 til Grundarlands 4. Þá hefur þungamiðja borgarinnar færst frá þakinu á Menntaskólanum við Sund að lóðamörkum skólans við Snekkjuvog. 9.4.2008 20:15 Vilja námslán greidd út mánaðarlega Samband íslenskra námsmanna erlendis vill að námsmenn fái lán sín greidd mánaðarlega í staðinn fyrir lok hverrar annar. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ólíðandi að íslenskir námsmenn þurfi að taka á sig miklar gengisbreytingar og framfleyta sér á yfirdráttarlánum með háum vöxtum. 9.4.2008 20:00 Ráðherra ræddi um embætti vegamálastjóra við Vegagerðarfólk Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði þá spurningu óviðeigandi hvort hæfniskröfur í auglýsingu um embætti vegamálastjóra væru til að útiloka Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóra í stöðuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá starfsmannafélagi miðstöðvar og Suðvestursvæðis hjá Vegagerðinni. 9.4.2008 20:00 Birgjar farnir að lækka verð aftur Birgjar eru sumir farnir að lækka hjá sér verð eftir styrkingu krónunnar undanfarna daga. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, vonast til að verðbólguumræða liðinna vikna verði til að kaupmenn skili lækkunum fljótt út í verðlagið. 9.4.2008 19:45 Segir gatnamót Fellsmúla og Háaleitisbrautar slysagildru Foreldrara í Fellsmúla í Reykjavík vilja frekar keyra börnin sín nokkur hundruð metra í Álftamýraskóla en láta þau ganga yfir gatnamót Fellsmúla og Háleitisbrautar. Móðir segir gatnamótin vera slysagildru en keyrt var á son hennar þar fyrir nokkrum vikum. 9.4.2008 19:30 Jafnréttið mest hjá Akureyrarbæ Akureyrarbær trónir nú á toppi íslenskra sveitarfélaga í jafnréttismálum. Reykjavík er í sjöunda sæti en Arnarneshreppur situr á botninum. 9.4.2008 19:15 Sjö alvarleg umferðarslys á Reykjanesbraut á árinu Eftir alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbrautinni í morgun var tilkynnt að ákveðið hefði verið að aðskilja akgreinar á Reykjanesbrautinni þar sem enn á eftir að tvöfalda. Á þessum kafla hafa orðið sjö umferðarslys árinu. 9.4.2008 19:00 Ekki sama umhverfisverndarsinnar og vörubílstjórar Enginn vörubílstjóri hefur verið sektaður, handtekinn eða kærður vegna mótmælanna undanfarna tólf daga. Mál þeirra eru í rannsókn. Lögreglan var öllu skjótari til þegar umhverfisverndarsinnar óku einum bíl og gengu eftir Snorrabraut síðastliðið sumar. Þá voru fimm handteknir. 9.4.2008 18:49 Segjast geta breytt koltvísýringi og vetni í eldsneyti Ísland gæti orðið óháð innflutningi á olíu ef áform fyrirtækisins Carbon Recycling International ganga eftir. Í dag sýndu fulltrúar fyrirtækisins hvernig hægt er að umbreyta koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjunum og vetni yfir í fljótandi eldsneyti. 9.4.2008 18:41 Dyravörður dæmdur fyrir eyrnabit Héraðsdómur Reykjavíkur sektaði í dag karlmann um hundrað þúsund krónur fyrir að ráðast á annan mann, bíta hann í eyra og kjálka og kýla hann. 9.4.2008 18:36 Deiliskipulag á brunareit auglýst Skipulagsráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag að auglýsa deiliskipulag fyrir tvo reiti í miðborginni, annars vegar Kvosina þar sem bruninn varð í fyrra og hins vegar tvær lóðir á Vegamótastíg. 9.4.2008 17:46 Rafmagn komið á Folda- og Höfðahverfi Rafmagn komst á að nýju í Folda- og Höfðahverfi klukkan 17:30. Háspennubilun varð kl. 16:50 í dag sem olli rafmagnsbilun í Foldahverfi og stórum hluta af Höfðahverfi. 9.4.2008 17:38 Sjá næstu 50 fréttir
Matvælaverð geti lækkað um allt að fjórðung með inngöngu í ESB Talið er að matvælaverð getið lækkað um allt að fjórðung hér á landi ef Íslendingar gengju í Evrópusambandið. Þetta sýnir rannsókn á vegum Evrópufræðasetursins við Háskólann við Bifröst sem unnin var fyrir Neytendasamtökin. 10.4.2008 15:35
Vegagerðin bætir merkingar á Reykjanesbraut Starfsmenn Vegagerðarinnar hafa í dag komið fyrir súlum sem ætlað er að aðgreina akstursstefnur á Reykjanesbrautinni þar sem enn hefur ekki verið tvöfaldað. Tíð slys hafa verið á brautinni að undanförnu, síðast í gær þegar sex manns slösuðust í árekstri. 10.4.2008 15:23
Harmi sleginn yfir umferðarslysum Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist vera sleginn yfir þeim umferðarslysum sem hafi orðið á Reykjanesbraut að undanförnu. Í gærmorgun slösuðust sex manns í árekstri þar og er það sjöunda slysið á stuttum tíma. 10.4.2008 15:18
Spá allt að 30 prósenta lækkun á húsnæðisverði fram til loka árs 2010 Seðlabankinn spáir því að húsnæðisverð lækki um allt 30 prósent að raunvirði til loka ársins 2010 vegna lægri ráðstöfunartekna, þrenginga á lánamörkuðum og aukins framboðs á íbúðarhúsnæði. Þetta kemur fram í nýjasta hefti Peningamála sem bankinn birti í dag. 10.4.2008 15:15
Vilja afturkalla sölu Fríkirkjuvegar 11 Þorleifur Gunnlaugsson, borgarráðsfulltrúi vinstri grænna, lagði í dag fram tillögu þess efnis að borgarráð samþykki að leita leiða til að afturkalla sölu á fasteigninni Fríkirkjuvegi 11 þar sem komið hefði í ljós að nýr eigandi ætti erfitt með að nýta eignina án verulegra breytinga á Hallargarðinum, almenningseign Reykvíkinga. 10.4.2008 14:39
Amnesty í Færeyjum kannar einangrunarmál í færeyskum fangelsum Færeyjadeild Amnesty International hyggst kanna hversu mikið einangrun er nýtt sem úrræði í færeyskum fangelsum. 10.4.2008 14:16
Fötluð börn fá inni í frístundaklúbbum í sumar Borgarráð samþykkti á fundi sínum í morgun þá tillögu borgarstjóra að tryggja fötluðum börnum á aldrinum 10-16 ára vist í frístundaklúbbum í sumar. 10.4.2008 13:44
Áhættan alltaf meiri í háhýsum Þegar eldsvoða verður vart í stórkostlegum háhýsum er ágæt regla að fólk tefji ekki við að fara út, að sögn Bjarna Kjartanssonar, sviðsstjóra hjá forvarnadeild Slökkviliðsins í Reykjavík. 10.4.2008 12:58
Ökumenn bera líka sjálfir ábyrgð Vísi hefur borist eftirfarandi athugasemd frá Umferðarstofu: „Mikilvægt er að gerðar séu viðeigandi ráðstafanir á framkvæmdasvæðum til að komið sé í veg fyrir að slys hljótist af mistökum ökumanna. 10.4.2008 12:51
Neytendastofa segir Tiguan geta lagt í stæði Neytendastofa sér ekki ástæðu til að aðhafast sérstaklega vegna kvörtunar B & Lyfir auglýsingu frá Heklu þar sem fullyrt var að Volkswagen Tiguan væri kraftmesti sportjeppinn og að bifreiðin gæti sjálf lagt í stæði. 10.4.2008 12:49
Kostnaður tónleikahaldara eykst um milljónir vegna gengisfalls Kostnaður tónleikahaldara hefur í sumum tilfellum aukist um milljónir króna vegna gengishruns íslensku krónunnar. Flestir þeirra hafa ákveðið að hækka ekki miðaverð á tónleikum sem búið var að auglýsa en einhverjir tónleikagestir þurfa þó að kafa dýpra í vasa sína. 10.4.2008 12:32
Eldri borgarar með 38% lægri tekjur Meðaltekjur hjóna yfir sjötugsaldri voru um 38% lægri en meðaltekjur allra hjóna árið 2006. 10.4.2008 12:25
Staða vegamálastjóra ekki auglýst á ný þrátt fyrir tilmæli Kristján Möller samgönguráðherra hyggst ekki draga auglýsingu sína um stöðu vegamálastjóra til baka og auglýsa á nýjan leik þrátt fyrir eindregin tilmæli Bandalags háskólamanna þar að lútandi. 10.4.2008 11:47
Ráðherra beitti sér ekki fyrir mildari framgöngu lögreglu Björn Bjarnason dómsmálaráðherra beitti sér ekki sérstaklega í málum lögreglunnar í tengslum við mótmæli vörubílstjóra undanfarna daga. Þetta sagði hann á Alþingi í dag þegar hann svaraði fyrirspurn Helga Hjörvar, þingmanns Samfylkingarinnar. 10.4.2008 11:40
Icelandair í viðræðum við Boeing vegna tafa á afhendingu véla Icelandair á í viðræðum við Boeing flugvélaverksmiðjurnar vegna tafa á afhendingu Boeing 787 Dreamliner flugvélanna. 10.4.2008 11:37
Íslendingar láta ekki deigan síga í pilluátinu Lyfjakostnaður hins opinbera jókst um 5% milli áranna 2006 og 2007 samkvæmt upplýsingum frá Tryggingastofnun ríkisins. Eru helstu áhrif þessa meiri notkun lyfja almennt, tilfærsla yfir í notkun dýrari lyfja og áhrif gengis. 10.4.2008 11:20
Ráðuneytisstjóri til Írans á vegum stjórnvalda Ráðuneytisstjóri utanríkisráðuneytisins fór til Írans fyrr á árinu á vegum íslenskra stjórnvalda til þess að greiða leið íslenskra fyrirtækja og vinna að hagsmunum Íslands í tengslum við framboð til Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna. 10.4.2008 11:10
Segir einangrunartíma Íslendings í Færeyjum óviðunandi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðhrra segir það algörlega óviðunandi að maður sitji jafnlengi í einagrun og Íslendingur hefur gert í Færeyjum í tengslum við svokallað Pólstjörnumál. 10.4.2008 10:53
20 þúsund gætu fengið frítt í strætó en nýta sér það ekki Strætó bs. og Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands hafa framkvæmt ítarlegar mælingar í tengslum við verkefnið "frítt í strætó" fyrir námsmenn á framhalds- og háskólastigi. Í ljós kemur að farþegum hefur fjölgað um eina milljón á ársgrundvelli, er nú um 8,7 milljónir farþega og er aukningin nánast öll rakin til verkefnisins. 10.4.2008 10:50
Búsetuúrræði fyrir 20 heimilislausa Félags- og tryggingamálaráðuneytið og velferðarsvið Reykjavíkurborgar hafa ákveðið að efna til samstarfs um rekstur á nýju búsetuúrræði með félagslegum stuðningi fyrir allt að 20 einstaklinga. 10.4.2008 10:42
Í öndunarvél eftir bílslys Karlmanni er enn haldið sofandi í öndunarvél á gjörgæsludeild Landspítalans í Fossvogi eftir bílslys á Reykjanesbraut í gærmorgun. 10.4.2008 10:37
Um 12% hækkun á vísitölu þorskstofnsins Hafrannsóknarstofnun hefur birt niðurstöður úr vorrallinu sem lauk í síðasta mánuði. Fram kemur að heildarvísitala þorskstofnsins hefur hækkað um 12% frá fyrra ári. Vísitalan er samt lægri en árin 2002-2006. 10.4.2008 10:34
Forsetahjónin heimsækja Skagafjörð Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú halda í opinbera heimsókn til Skagafjarðar á mánudaginn kemur. 10.4.2008 10:29
Engin rafmagnsframleiðsla á Nesjavöllum í vikunni Engin rafmagnsframleiðsla hefur verið á Nesjavöllum síðan um helgina eftir að háspennustrengurinn frá Nesjavöllum brann yfir einhvers staðar á leiðinni til Reykjavíkur. 10.4.2008 07:06
Þungamiðja búsetu höfuðborgarinnar færist um 71 metra Þungamiðja búsetu höfuðborgarsvæðisins hefur færst um 71 metra í Fossvogi frá því í fyrra, eða frá Goðalandi 5 til Grundarlands 4. 10.4.2008 07:01
Rannsókn hafin á eldsupptökunum í turninum Rannsókn er hafin á upptökum eldsins sem kviknaði í tengibyggingu við turninn í Kópavoginum í gærkvöldi. 10.4.2008 06:53
Lögregluleit í klefa Guðbjarna Færeyska lögreglan gerði ítarlega leit í fyrrinótt í fangaklefa sem Guðbjarni Traustason Pólstjörnufangi dvaldi í í Færeyjum, meðan hann bar vitni í máli Íslendingsins sem nú er fyrir dómi vegna sama máls. 10.4.2008 00:01
Tugmilljónatjón hjá OR vegna bilunar í Nesjavallastreng Orkuveita Reykjavíkur horfir fram á tugmilljóna króna tjón eftir að háspennustrengurinn frá Nesjavöllum brann yfir einhvers staðar á leiðinni til Reykjavíkur um helgina. Talið er að atvikið megi rekja til bilunar í öðrum streng sem olli rafmagnsleysi í Grafarvogi, Mosfellsbæ og víðar á austurhluta höfuðborgarsvæðisins í síðustu viku. 9.4.2008 22:29
Búið að komast fyrir eldinn í tuninum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur að mestu náð að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp á annarri hæð í tengibyggingu við turninn í Kópavogi á tíunda tímanum í kvöld. 9.4.2008 22:46
Fór sjálfur niður af þakinu Maðurinn sem fór upp á þak á fjölbýlishúsi á Kleppsvegi og óttast var að myndi vinna sér mein er kominn niður. 9.4.2008 21:23
Slökkvilið að komast að eldinum Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hefur verið kallað að turninum í Kópavogi vegna elds sem kom upp á annari hæð tengibyggingar við hann. 9.4.2008 21:39
Segir þjónustutryggingu ýta undir kynbundinn launamun Fulltrúi Vinstri - grænna í leikskólaráði gefur lítið fyri hugmyndir meirihlutans um þjónustutryggingu fyrir þá foreldra sem bíða eftir að fá inni á leikskóla fyrir börnin sín. Hún segir ljóst að aðgerðirnar ýti undir kynbundinn launamun og segir ekkert eftirlit verða með hvernig greiðslum frá borginni verði varið. 9.4.2008 21:03
Viðbúnaður vegna manns á þaki á Kleppsvegi Lögregla og slökkvilið hafa verið kölluð að fjölbýlishúsi við Kleppsveg þar sem maður er uppi á þaki. 9.4.2008 20:42
Þungamiðja búsetu borgarinnar færist til um rúma 70 metra Þungamiðja búsetu höfuðborgarsvæðisins hefur færst um 71 metra í Fossvogi frá því í fyrra, eða frá Goðalandi 5 til Grundarlands 4. Þá hefur þungamiðja borgarinnar færst frá þakinu á Menntaskólanum við Sund að lóðamörkum skólans við Snekkjuvog. 9.4.2008 20:15
Vilja námslán greidd út mánaðarlega Samband íslenskra námsmanna erlendis vill að námsmenn fái lán sín greidd mánaðarlega í staðinn fyrir lok hverrar annar. Framkvæmdastjóri sambandsins segir ólíðandi að íslenskir námsmenn þurfi að taka á sig miklar gengisbreytingar og framfleyta sér á yfirdráttarlánum með háum vöxtum. 9.4.2008 20:00
Ráðherra ræddi um embætti vegamálastjóra við Vegagerðarfólk Kristján L. Möller samgönguráðherra sagði þá spurningu óviðeigandi hvort hæfniskröfur í auglýsingu um embætti vegamálastjóra væru til að útiloka Gunnar Gunnarsson aðstoðarvegamálastjóra í stöðuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá starfsmannafélagi miðstöðvar og Suðvestursvæðis hjá Vegagerðinni. 9.4.2008 20:00
Birgjar farnir að lækka verð aftur Birgjar eru sumir farnir að lækka hjá sér verð eftir styrkingu krónunnar undanfarna daga. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, vonast til að verðbólguumræða liðinna vikna verði til að kaupmenn skili lækkunum fljótt út í verðlagið. 9.4.2008 19:45
Segir gatnamót Fellsmúla og Háaleitisbrautar slysagildru Foreldrara í Fellsmúla í Reykjavík vilja frekar keyra börnin sín nokkur hundruð metra í Álftamýraskóla en láta þau ganga yfir gatnamót Fellsmúla og Háleitisbrautar. Móðir segir gatnamótin vera slysagildru en keyrt var á son hennar þar fyrir nokkrum vikum. 9.4.2008 19:30
Jafnréttið mest hjá Akureyrarbæ Akureyrarbær trónir nú á toppi íslenskra sveitarfélaga í jafnréttismálum. Reykjavík er í sjöunda sæti en Arnarneshreppur situr á botninum. 9.4.2008 19:15
Sjö alvarleg umferðarslys á Reykjanesbraut á árinu Eftir alvarlegt umferðarslys á Reykjanesbrautinni í morgun var tilkynnt að ákveðið hefði verið að aðskilja akgreinar á Reykjanesbrautinni þar sem enn á eftir að tvöfalda. Á þessum kafla hafa orðið sjö umferðarslys árinu. 9.4.2008 19:00
Ekki sama umhverfisverndarsinnar og vörubílstjórar Enginn vörubílstjóri hefur verið sektaður, handtekinn eða kærður vegna mótmælanna undanfarna tólf daga. Mál þeirra eru í rannsókn. Lögreglan var öllu skjótari til þegar umhverfisverndarsinnar óku einum bíl og gengu eftir Snorrabraut síðastliðið sumar. Þá voru fimm handteknir. 9.4.2008 18:49
Segjast geta breytt koltvísýringi og vetni í eldsneyti Ísland gæti orðið óháð innflutningi á olíu ef áform fyrirtækisins Carbon Recycling International ganga eftir. Í dag sýndu fulltrúar fyrirtækisins hvernig hægt er að umbreyta koltvísýringsútblæstri frá jarðvarmavirkjunum og vetni yfir í fljótandi eldsneyti. 9.4.2008 18:41
Dyravörður dæmdur fyrir eyrnabit Héraðsdómur Reykjavíkur sektaði í dag karlmann um hundrað þúsund krónur fyrir að ráðast á annan mann, bíta hann í eyra og kjálka og kýla hann. 9.4.2008 18:36
Deiliskipulag á brunareit auglýst Skipulagsráð borgarinnar samþykkti á fundi sínum í dag að auglýsa deiliskipulag fyrir tvo reiti í miðborginni, annars vegar Kvosina þar sem bruninn varð í fyrra og hins vegar tvær lóðir á Vegamótastíg. 9.4.2008 17:46
Rafmagn komið á Folda- og Höfðahverfi Rafmagn komst á að nýju í Folda- og Höfðahverfi klukkan 17:30. Háspennubilun varð kl. 16:50 í dag sem olli rafmagnsbilun í Foldahverfi og stórum hluta af Höfðahverfi. 9.4.2008 17:38