Innlent

Um 12% hækkun á vísitölu þorskstofnsins

Hafrannsóknarstofnun hefur birt niðurstöður úr vorrallinu sem lauk í síðasta mánuði. Fram kemur að heildarvísitala þorskstofnsins hefur hækkað um 12% frá fyrra ári. Vísitalan er samt lægri en árin 2002-2006.

Hvað ýsuna varðar lækkaði stofnvísitala hennar um fjórðung frá í fyrra og flest bendir til að árgangarnir frá 2004-2006 séu undir meðallagi.

Af öðrum tegundum má nefna að stofnvísitala ufsa var svipuð og árið áður en lægri en árin 2004-2006. Vísitala gullkarfa mældist há líkt og verið hefur frá árinu 2003. Vísitala steinbíts hækkaði um 13% og er nú svipuð og árin 1996-1999.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×