Innlent

Rannsókn hafin á eldsupptökunum í turninum

Rannsókn er hafin á upptökum eldsins sem kviknaði í tengibyggingu við turninn í Kópavoginum í gærkvöldi.

Engan sakaði þegar eldur kom á annarri hæð í tengibyggingu við turninn í Kópavogi,sem er hæsta hús á Íslandi, á tíunda tímanum í gærkvöld. Töluverðan reyk lagði frá byggingunni þegar allt slökkvilið af höfuðborgarsvæðinu kom á vettvang og voru reykkafarar sendir fyrst inn.

Eldsupptök reyndust í rými, sem verið var að innrétta á annarri hæð tengibyggingarinnar. Að sögn Höskuldar Einarssonar, deildarstjóra hjá slökkviliðinu, var eldveggur á milli hennar og turnsins sjálfs og því var ekki mikil hætta á ferðum.

Hins vegar hafi turninn verið rýmdur til öryggis. Fólk var bæði á veitingastað á 19. hæð og á þeirri 15. þar sem líkamsræktarstöðin World Class er. Um klukkustund tók að ráða niðurlögum eldsins en eldsupptök eru ókunn en rannsókn á þeim stendur yfir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×