Innlent

Birgjar farnir að lækka verð aftur

Birgjar eru sumir farnir að lækka hjá sér verð eftir styrkingu krónunnar undanfarna daga. Jóhannes Gunnarsson, formaður Neytendasamtakanna, vonast til að verðbólguumræða liðinna vikna verði til að kaupmenn skili lækkunum fljótt út í verðlagið.

Útlitið var svart rétt fyrir páska þegar gengið hrundi og menn spáðu því að innfluttur matur gæti hækkað um 20 prósent og matarkarfan öll um 15 prósent. Nú hefur krónan hins vegar verið að styrkjast og um leið koma þau skilaboð frá versluninni að hækkanir verði ekki eins miklar og áður var spáð. Ekkert bendir til að matvöruverð hafi lækkað en þó hafa Neytendasamtökunum borist tilkynningar frá birgjum með hreinlætisvörur um lækkanir.

Almenningur hefur gjarnan á tilfinningunni að það sem fari upp sé lengi niður aftur eða jafnvel að hækkanir gangi aldrei til baka. Þegar við skoðum hins vegar staðreyndir málsins kemur í ljós að svo er ekki. Gengisvísitalan sveiflast nokkuð síðastliðna 12 mánuði og hressilega núna undanfarið. Verð á innfluttum mat og drykk fylgir meginstefnu gengisins nokkuð en sat eftir þegar gengisvísitalan rauk upp nú síðustu vikur.

Það sama kemur í ljós þegar við skoðum fjögur ár aftur í tímann. Gengi krónunnar sveiflaðist töluvert á þessum tíma - en það gerði líka verð á innfluttri matvöru.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×