Innlent

Harmi sleginn yfir umferðarslysum

Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ.
Árni Sigfússon bæjarstjóri í Reykjanesbæ. MYND/365

Árni Sigfússon, bæjarstjóri í Reykjanesbæ, segist vera sleginn yfir þeim umferðarslysum sem hafi orðið á Reykjanesbraut að undanförnu. Í gærmorgun slösuðust sex manns í árekstri þar og er það sjöunda slysið á stuttum tíma.

Árni segir að bæjaryfirvöld hafi lagt mikla áherslu á að framkvæmdum við veginn yrði flýtt. „Þetta mál snertir ekki bara íbúa í Reykjanesbæ heldur alla Íslendinga, vegna þess að Reykjanesbrautin liggur í átt að alþjóðaflugvelli," segir Árni. Hann telur mikilvægt að Vegagerðin semji við ábyrga aðila sem geti klárað verkið fljótt og örugglega.

Framkvæmdir við tvöföldun Reykjanesbrautar hefur tafist að undanförnu vegna þess að verktakafyrirtækið sem sá um tvöföldunina var lýst gjaldþrota.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×