Innlent

Áhættan alltaf meiri í háhýsum

Þegar eldsvoða verður vart í stórkostlegum háhýsum er ágæt regla að fólk tefji ekki við að fara út, að sögn Bjarna Kjartanssonar, sviðsstjóra hjá forvarnadeild Slökkviliðsins í Reykjavík. Eldur kom upp í hæsta húsi á Íslandi, sem stendur við Smáralind, í gær. Bjarni segir að í því tilfelli hafi rýmingin gengið vel þrátt fyrir að engir brunaboðar hafi farið í gang.

Í hádegisviðtalinu á Stöð 2 lagði Bjarni áherslu á að eldurinn hefði ekki borist í turn hússins. „Þessi eldur ógnaði ekki á nokkurn hátt turninum sjálfum eða nokkrum sem í honum voru," sagði Bjarni.

Bjarni sagði að áhættan væri alltaf mun meiri í háum húsum eins og þessu. Aðkoma körfubíla séu mjög takmörkuð og mikið starf þurfi að vinna innan frá. Hann bendir hins vegar á að aðkoma slökkviliðsins að byggingu hússins við Smáralind hafi verið mikil frá upphafi. Í dag muni slökkviliðið svo heyra í umráðamönnum hússins til að fara yfir stöðuna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×