Innlent

20 þúsund gætu fengið frítt í strætó en nýta sér það ekki

MYND/VG

Strætó bs. og Viðskiptafræðistofnun Háskóla Íslands hafa framkvæmt ítarlegar mælingar í tengslum við verkefnið "frítt í strætó" fyrir námsmenn á framhalds- og háskólastigi. Í ljós kemur að farþegum hefur fjölgað um eina milljón á ársgrundvelli, er nú um 8,7 milljónir farþega og er aukningin nánast öll rakin til verkefnisins.

Nú er svo komið að 40 prósent allra þeirra sem ferðast með strætó eru námsmenn á framhalds- og háskólastigi. Hins vegar kjósa margir, sem eiga kost á því að fá frítt í strætó að nýta sér það ekki.

30 þúsund kort voru gefin út en af þeim eru aðeins 12 þúsund í notkun. „Það þýðir að tæplega 20 þúsund aðrir eiga þess kost að ferðast frítt með strætó en sjá sér ekki hag í því að nýta sér það."

Einnig kemur fram að níu af hverjum tíu farþegum séu ánægðir með þjónustu Strætó og telja hana falla vel að sínum þörfum. „Ennfremur er almennt viðhorf til verkefnisins jákvætt. Þannig telja 96% nemenda að fríkort í strætó hafi hvetjandi áhrif á nemendur til aukinnar notkunar og rúm 80% segjast nota strætó oftar en í fyrra."




Fleiri fréttir

Sjá meira


×